Hljóðfæraleikarar
Staðreynd 1;
Af 6 manna fjölskyldu er mamma sú eina sem hefur lært á hljóðfæri, píanó.
Staðreynd 2;
Á heimilinu eru til eftirfarandi hljóðfæri;
Ég á eitt hljóðfærið á listanum, hljómborðið. Fékk það í afmælisgjöf á þeim tíma þegar mini hljómborðin voru hvað vinsælustu, þau gáfu undirspil og lýstu upp aðalnóturnar. Sem betur fer var lagalistinn stuttur, fæ hroll þegar ég heyri lögin. Nema hvað þá fannst pabba dótið svaka skemmtilegt og þar sem ég sýndi hæfileika(kunni að pikka inn lögin eftir hundruði skipta) var mér gefið the real thing. Fannst alltaf eins og honum langaði meira í gripinn en mér, svona svipað og þegar Hómer gaf Marge keilukúlu merkta sjálfum sér í afmælisgjöf. Þessi kenning mín fékk byr undir báða þegar Hemmi fékk rafmagnsgítarinn í jólagjöf!
Til að gera langa sögu stutta var ég álíka hljómborðsleikari og Ross í Friends, nema ég vissi að dæmið var vonlaust, I SENSED IT;-) Því miður eru aðrir fjölskyldumeðlimir ekki eins næmir. Því spyr ég, þarf Það var lagið ekki sumarfrí eins og aðrir þættir???
Af 6 manna fjölskyldu er mamma sú eina sem hefur lært á hljóðfæri, píanó.
Staðreynd 2;
Á heimilinu eru til eftirfarandi hljóðfæri;
- tveir kassagítarar
- rafmagnsgítar
- Píanó
- hljómborð
- bongó tromma
- munnharpa
- harmonika
- hristidót 1, veit ekki hvað heitir
- hristidót 2, veit ekki hvað heitir
- hristidót 3, veit ekki hvað heitir
Ég á eitt hljóðfærið á listanum, hljómborðið. Fékk það í afmælisgjöf á þeim tíma þegar mini hljómborðin voru hvað vinsælustu, þau gáfu undirspil og lýstu upp aðalnóturnar. Sem betur fer var lagalistinn stuttur, fæ hroll þegar ég heyri lögin. Nema hvað þá fannst pabba dótið svaka skemmtilegt og þar sem ég sýndi hæfileika(kunni að pikka inn lögin eftir hundruði skipta) var mér gefið the real thing. Fannst alltaf eins og honum langaði meira í gripinn en mér, svona svipað og þegar Hómer gaf Marge keilukúlu merkta sjálfum sér í afmælisgjöf. Þessi kenning mín fékk byr undir báða þegar Hemmi fékk rafmagnsgítarinn í jólagjöf!
Til að gera langa sögu stutta var ég álíka hljómborðsleikari og Ross í Friends, nema ég vissi að dæmið var vonlaust, I SENSED IT;-) Því miður eru aðrir fjölskyldumeðlimir ekki eins næmir. Því spyr ég, þarf Það var lagið ekki sumarfrí eins og aðrir þættir???