Páskarnir voru nú með frekar óhefðbundnu sniði hjá Skottunni þetta árið. Þar sem gamla settið er í golfi á Spáni var guli liturinn hverfandi á heimilinu. Páskaeggin eru samt nauðsynleg og þau voru sýnileg;-) Á föstudaginn keyrðum við Mannsi á Hellissand og heimsóttum Írisi. Sá loks höllina sem fjölskyldan er að byggja og Vá. Annars lýsa Páskalamb, rauðvín, póker og perlur ágætlega dvölinni. Verð líka 6 ára aftur þegar ég hitti litlu frænkurnar, fæ að lita, perla og horfa á teiknimyndir, those were that days. Tókst að kveikja í perlunum þegar ég ætlaði að strauja afköstin, gleymdi einhverjum helv pappír á milli,. Hneyksluð Íris; Kanntu ekki að strauja perlur???? Get víst alveg gleymt því að vinna á leikskóla.
Á leiðinni til baka keyrðum við svo Vatnaleiðina. Erum nefnilega komin á sumardekkin og færðin frekar slæm yfir heiðina. Keyrðum í gegnum Grundarfjörð en það hef ég ekki gert í fjölda ára. Fengum geðveikt veður og ég gerði mér ljóst að Snæfellsnesið er fallegasti staðurinn á landinu, ótrúleg fjallasýn