skottuskrif

Tuesday, April 11, 2006

Þetta helst

Í hádeginu hlýddi ég á Andra Snæ fjalla um bók sína Draumalandið. Ég hef reynt að nálgast bókina en hún er ekki enn til á borgarbókasöfnum. Hafði ótrúlega gaman af Andra sem er hönkispank með heilmiklu viti. Þurfti alveg að spóla til baka og uppfæra hugmyndir mínar um manninn, hann féll nefnilega ekki alveg í form ljóðskálda og barnabókahöfunda. Fyrirlesturinn fjallaði að mestu um stóriðjuæði landans og hvernig við erum föst í þeirri hugmynd að virkjanir séu eina ráðið til að koma í veg fyrir kreppu, og til að fólk á landsbyggðinni geti haldið kyrru fyrir. Það sem mér finnst athyglisverðast er að fólkið sem býr nálægt virkjunarsvæðunum virðist sætta sig betur við náttúruskemmdirnar en fólk í Rvk. Eina Fúleggið á fyrirlestrinum var frá Húsavík, það var ekki sátt við umræðuna. Ég veit vel að álver skapa(tímabundin) störf, er ég þá eigingjörn að vilja halda fallegri náttúru og leita annarra leiða? Myndu skoðanir mínar vera aðrar ef ég ætti heima á Húsavík eða Egilsstöðum? Finnst bara sorglegt að hugsa til þess að Kerlingarfjöll og fleiri staðir sem ég hef heimsótt reglulega í gegnum árin verði eyðilagðir.

6 Comments:

  • At 5:17 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þjóðfélagið í dag einkennist bara algjörlega af skamtímalausnum. Hugsið ykkur í framtíðinni þegar heimurinn verður orðinn enn mengaðri þá er Ísland eitt af fáum löndum sem (vonandi) verður enþá með ferskt loft og hreint vatn... Mér finnst við ættum frekar að reyna selja landið út að það heldur en ódýra stóriðju..
    kv. Dóra Lind

     
  • At 9:17 AM, Blogger Oddrun said…

    Það er skrýtin stefna hjá stjórnvöldum að á sama tíma sem þeir sinna náttúruvernd og mengunarvörnum þá sækir unhverfisráðherra um aukinn mengunarkvóta vegna Kíótó-samkomulagsins. En fólk verður að hafa atvinnu til að komast af og svo sem fátt annað í sjónmáli en álver!!

     
  • At 2:44 PM, Blogger TaranTullan said…

    Já þetta er bók sem mig langar að lesa.
    Ætla held ég bara að fjárfesta í henni eftir próf. Kostar núna 3000 kall í Mál og menningu.
    En ef það er eitthvað sem ég man skýrt og greinilega. Þá er það Svana og kerlingafjöll, veit ekki afhverju ég man þetta svona vel, þetta hefur sennilega verið rætt talsvert í leikfimistímum eða eitthvað í þá áttina.

     
  • At 10:23 PM, Anonymous Anonymous said…

    mér finnst þú ekkert eigingjörn að vilja aðrar leiðir en skammtíma lausn eins og stóriðju. málið er einfalt. miðað við verð á áli í heiminum í dag þá mun ekki einu sinni alcoa græða. allir tapa og ísl. skattgreiðendur þurfa á endanum að borga reikninginn.
    það væri í alvörunni gáfulegra að taka bara peninginn sem þetta kostar og skipta honum á milli austfirðinga og núna húsvíkinga. þeir myndu geta farið á eftirlaun og haft það mjöööög nice það sem eftir er og náttúran þyrfti ekki að gjalda fyrir. svo það sem mér finnst verst við þetta allt saman er það að þetta snérist aldrei um að skapa atvinnutækifæri eða stuðla að uppbyggingu á landsbyggðinni. þetta var pólitísk ákvörðun. money and power. maður spyr sig af hverju sjálfstæðisflokkurinn vill ekki gefa upp hverjir styrkja þá.... kannski vegna þess að nöfn eins og ístak og fleiri í stóriðjubransanum myndu koma óþægilega oft fyrir...
    sorry hvað þetta varð langt. just some thoughts of mine on the subject ;)
    teik ker hunang

     
  • At 1:05 AM, Blogger Skottan said…

    Mér sýnist Ísland ekkert verða hreinna en önnur lönd í framtíðinni ef við höldum áfram á þessari braut!
    Fátt annað í sjónmáli en Álver! það er einmitt punkturinn, ríkisstjórnin sér ekkert annað en álver. En eins og Andri sagði þá skapa hugmyndir peninga. Til dæmis senda íslenskir unglingar árlega SMS sín á milli fyrir upphæð sem gæti brauðfætt alla Íslendinga.
    Og já Auður ég er viss um að þú hefur rétt fyrir þér. Ef byggðastefna væri eina málið hefði ríkisstjórnin örugglega bakkað. Gagnkvæmt klór á bakið á örugglega stóran þátt. En hvernig verður þetta eiginlega á Egilsstöðum. Meðan framkvæmdirnar standa yfir er brjáluð uppbygging og allt að gerast, en svo þegar þeim lýkur og vinnumennirnir fara þá fellur allt krappið. Þá þarf nýjar framkvæmdir ogsfr.
    Já Tulla var að spá í að kaupa bókina en -$$$;-)
    Ég dýrka kerlingarfjöll enda fór ég þangað á hverju sumri, stundum oftar en einu sinni og tvisvar. Átti líka nokkrar peysur merktar svæðinu, Smart, he he.
    jæja

     
  • At 1:37 PM, Anonymous Anonymous said…

    Langar bara að leiðrétta eitt, fyrirtæki fara ekki í milljarða fjárfestingu ef þeir væru ekki að græða á því.

    Hinsvegar hef ég alltaf verið þannig séð á móti þessari virkjun þarna fyrir austan aðallega vegna þess að þegar þeir reiknuðu út hagnað/tap af henni þá var ekki tekið með í reikninginn að auðvitað hefði átt að borga fyrir landið sem fer undir vatn. Ef þeir hefðu þurft að borga þá hefði hún ekki borgað sig og þeir hefðu aldrei hafið framkvæmdir, það er hinsvegar um seinan að væla eitthvað yfir því.

    Grunn vandamálið er þessi stefna allra stjórnmálaflokka að fólki eigi að geta búið þar sem það vill og það sé bara í höndum ríkis og sveitafélaga að redda þessu fólki vinnu. Ég held það segi sig sjálft að samlegðaráhrif þess að fólk færi að mynda stærri kjarna úti á landi væri gríðarleg, færri en öflugari skólar og rekstur yfirbyggingarinnar (bæjarstjórnir osfrv) væri mun minni.

    damn... langt

     

Post a Comment

<< Home