skottuskrif

Tuesday, April 18, 2006

Perlur og vín

Páskarnir voru nú með frekar óhefðbundnu sniði hjá Skottunni þetta árið. Þar sem gamla settið er í golfi á Spáni var guli liturinn hverfandi á heimilinu. Páskaeggin eru samt nauðsynleg og þau voru sýnileg;-) Á föstudaginn keyrðum við Mannsi á Hellissand og heimsóttum Írisi. Sá loks höllina sem fjölskyldan er að byggja og Vá. Annars lýsa Páskalamb, rauðvín, póker og perlur ágætlega dvölinni. Verð líka 6 ára aftur þegar ég hitti litlu frænkurnar, fæ að lita, perla og horfa á teiknimyndir, those were that days. Tókst að kveikja í perlunum þegar ég ætlaði að strauja afköstin, gleymdi einhverjum helv pappír á milli,. Hneyksluð Íris; Kanntu ekki að strauja perlur???? Get víst alveg gleymt því að vinna á leikskóla.
Á leiðinni til baka keyrðum við svo Vatnaleiðina. Erum nefnilega komin á sumardekkin og færðin frekar slæm yfir heiðina. Keyrðum í gegnum Grundarfjörð en það hef ég ekki gert í fjölda ára. Fengum geðveikt veður og ég gerði mér ljóst að Snæfellsnesið er fallegasti staðurinn á landinu, ótrúleg fjallasýn

6 Comments:

  • At 12:50 PM, Blogger Oddrun said…

    Hæ Svansa mín, ég hef reynt að ná í skottið í þér ítrekað en það er erfiðara að ná í þig en forsetann!! Þið hefðuð átt að koma til mín í Hólminn því þó fallegt sé á Snæfellsnesinu þá ber Hólmurinn af að náttúrufegurð og menningu. Og svo eigum við þessa yndislegu perlu suldlaugina þar sem undirrituð lætur ljós sitt skína svona dagsdaglega

     
  • At 1:37 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ sæta mín!! en fín páskahelgi hjá þér, rólegheit og nice, svona á þetta að vera. Var að spá í hvort við ættum ekki að fara að hittast allar saman...væri gaman að finna tíma við tækifæri fyrir það!

    Kveðja Sigrún A.

     
  • At 8:11 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Svana
    Hef ekki hugmynd hvernig ég fann þetta blogg but i did.Bara gaman að lesa skrifin þín og farðu vel með þig. bæjó

    Kveðja gpo

     
  • At 8:12 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Svana
    Hef ekki hugmynd hvernig ég fann þetta blogg but i did.Bara gaman að lesa skrifin þín og farðu vel með þig. bæjó

    Kveðja gpo

     
  • At 8:12 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Svana
    Hef ekki hugmynd hvernig ég fann þetta blogg but i did.Bara gaman að lesa skrifin þín og farðu vel með þig. bæjó

    Kveðja gpo

     
  • At 4:25 AM, Blogger Skottan said…

    Já Rúna mín ég kem næst í hólminn og þá fer ég að sjálfsögðu í sund;-)
    Hæ Sigrún mín. Reyndar vorum við ekki fyrir vestan um páskana, bara á föstudaginn og Laugardaginn, en það var samt fínt að komast aðeins úr bænum. Fór í matarboð á Sunnudaginn og maraþongöngu niður í bæ með Eddu og Gabríel á mánudaginn, Aubí sendi mér póst um hittingin, mér líst vel á að hittast en þarf samt að sjá aðeins til, sendi þér línu.
    Hmm gpo, hvaða feimni er þetta að skrifa ekki nafnið sitt?? Ef þetta er sá sem ég held þá fannstu bloggið með því að googla Perlur og Svín og fékkst óvart perlur og vín, he he.
    Ef ekki þá er ég bara forvitin???

     

Post a Comment

<< Home