skottuskrif

Tuesday, April 04, 2006

Tása

Ég tórði í tæpt ár án daglegs mjálms en gafst upp í dag. Við mútta keyrðum upp í Kattholt og keyptum, Jú KEYPTUM 4 mánaða kött(síðan hvenær fór kattholt að rukka fyrir björgun?). Nú kúrir þrítlit4 mánaða læða í sófanum og hefur það notó. Gaf henni nafnið Tása vegna þess að hún er fötluð á öðrum framfæti, hökkt hökkt, algjör dúlla. Við mæðgurnar fáum eflaust prik hjá guði fyrir góðverk dagsins.
Jæja get varla skrifað fyrir flökurleika, mataræðið mitt í dag og á morgun samanstendur nefnilega af;
  • Tærum súpum
  • Frostpinnum
  • Gosdrykkjum
  • Ávaxtahlaupi(GELI)
  • Ávaxtasöfum
  • Kaffi
  • Töflum
Skrifa samt fljótlega ef ég verð ekki dauð úr ofneyslu litarefna, 7.9.13 banki bank.

12 Comments:

  • At 4:24 AM, Blogger Oddrun said…

    Þetta er ekki óskafæðið Svana mín og vonandi tekur þetta fljótt af. Gangi þér vel í rannsóknunum. Til hamingju með hana Tásu, ætla að koma og heimsækja ykkur á föstudaginn þegar ég er búinn hjá tannlækninum. góðan bata elskan og ég hugsa til þín.

     
  • At 8:37 AM, Blogger lil said…

    Þeir hafa alltaf tekið nokkra þusundkalla fyrir kisurnar, en það er bara fyrir uppihaldið, bólusetninguna og núna nýlega, örmerkinguna. Semsagt, bara fyrir kostnaði af greyjunum ;)

     
  • At 9:13 AM, Anonymous Anonymous said…

    Mikið er gott að þú og mamma þín skulið vera laus við fuglaflensuparanojuna sem er búin að heltaka svo marga...Það hefur aldrei fyrr verið önnur eins örtröð í að fá kettina sína svæfða eftir að það greindist einn köttur, já ég endurtek... einn köttur, einhverstaðar í Þýskalandi eða einhverstaðar, með fuglaflensu...
    Það væri gaman að fá að koma og kíkja á þig og hana Tásu...ertu eitthvað laus í páskafríinu?

     
  • At 11:17 AM, Anonymous Anonymous said…

    já til hamingju með tásu ;) ég elska litlar kisur

     
  • At 11:17 AM, Anonymous Anonymous said…

    úps þetta var sko dóra frænka sorry

     
  • At 12:09 PM, Blogger Skottan said…

    Já, ég sé svo sem ekki eftir peningunum hún er sko meira en þess virði;-)
    Er fólk á Íslandi virkilega farið að svæfa kettina út af sýkingu í Þýskalandi? Ingunn það væri rosa gaman að hitta þig um páskana. Skrepp kannski vestur til Írisar en það verður aldrei lengur en 2 daga. Reynum að endilega að hittast.
    Dóra þú ert að sjálfsögðu velkomin að kíkja á Tásu.
    Lilja, ég þarf að hlekkja þig á síðuna:-)

     
  • At 5:03 AM, Anonymous Anonymous said…

    http://en.wikipedia.org/wiki/Global_spread_of_H5N1

    Síðan 2003 hafa rétt rúmlega 100 manns dáið af völdum fuglaflensu... er ekki búið að hæpa þetta nóg? Það er meiri hætta á því að þú verðið fyrir loftbelg en að deyja úr fuglaflensu, fólk mætti aðeins slaka á.

     
  • At 5:08 AM, Blogger Skottan said…

    Nákvæmlega, það deyja daglega fleiri en 100 einstaklingar úr niðurgangi!
    Valur OC, OC OC, does it ring a bell!!!;-)

     
  • At 5:10 AM, Blogger Skottan said…

    og já Valur þarf líka að hlekkja þig;-)

     
  • At 9:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já við verðum endilega að hittast...ég er laus svo að segja alltaf...En já, með fuglaflensuna, þá er fólk gjörsamlega að tapa sér yfir þessu...ég var niður í Landslæknisembætti um daginn og þar var ein sem sagði mér að fólk væri að hringja þangað alveg í paniki...t.d. var ein sem hringdi alveg miður sín hvað hún ætti nú að gera, hún sem var nú að fara að plana barneignir og svona með kærastanum, hvort þau ættu nú bara ekki að hætta við það allt saman út af þessu ástandi...ég meina komon...það er nú ekki í lagi...

     
  • At 2:19 AM, Blogger lil said…

    Hahahahaha það er alveg magnað! :D Þau í Kastljósinu voru einmitt með lista yfir hluti sem þú ættir ekki að gera til að forðast fuglaflensu, og þar var einmitt einn hluturinn að þú ættir ekki að kyssa golfkúlur af golfvelli með mikið af gæsaskít!

     
  • At 8:52 PM, Blogger Unknown said…

Post a Comment

<< Home