skottuskrif

Monday, May 16, 2005

VID HLÆJUM AÐ YKKUR

Nýjasta töskutrendið hjá stjörnunum í dag eru víst svokallaðar spæjaratöskur frá Fendi. Ok þetta eru töff töskur en verðið er ekki eins eftirsóknarvert, ein taska kostar allt að 1,3 milljón!!!!
Í hvert skipti sem ég les svona"fréttir",eða fæ yfirdráttarþörf í kjölfar auglýsinga, minni ég sjálfa mig á viðtal sem ég las fyrir skömmu. Viðtalið var við íslenska konu sem vinnur fyrir eitthvað tískuhús, man ekki alveg hvaða. Allavega þá sagði þessi kona að almennt þætti hönnuðum og starfsfólki tískuhúsanna ekkert eins hallærislegt og fólk sem eyðir morðfé í merkjaflíkur. Þetta "hátískufólk" forðast merkjavörur eins og heitan eldinn. Að láta sjá sig í slíkum flíkum þýðir að þú ert einn af þeim, þessum heimsku sauðum. Það er semsagt viðtekin hugmynd innan tískuhúsanna að verið sé að hafa fólk að fíflum.
Viðurkenni að ég var fífl! Ráfaði milli verslana(samt ekki hátískuverslana) með æðisglampa í augunum, Donna K, Calvin K, Armani etc,,, keypti aðallega kaupanna vegna, sekúntu sæla sem gleymdist jafn fljótt.
Í dag þá get ég skoðað í búðum án þess að kaupa, slíkt var óhugsandi hérna áður fyrr. En þrátt fyrir vitneskju mína um þennan fíflagang er ég samt komin með lista yfir það sem mig langar í, og á þessum lista er merkjavara:-( Að vísu hlaupa þessar vörur ekki á milljónum en þær eru heldur ekki ódýrar. Það besta er að ég réttlæti slík kaup fyrir mér, eins og að yfirleitt fari þessar flíkur betur í þvotti, séu klassískar, eftirfarandi réttlæting er algengust" ég hef ekkert leyft sjálfri mér þennan mánuðinn" járí jarí jarí.
Spurningin er semsagt sú hvort hægt sé að fífla fólk ef það veit að verið er að fífla það??
Held ekki þannig að í dag er ég ekki fífl þó ég sé sauður. Í öllu er ég ekki(og get ekki verið) jafn mikið fifl og stjörnurnar.

3 Comments:

Post a Comment

<< Home