Stúdent
Jæja þá er örverpið í fjölskyldunni orðið stúdent. Það var rosa veisla heima á laugardaginn og góð stemming. Ég fór með Pabba á útskriftina í Háskólabíó. Bjóst við að athöfnin tæki 4 tíma því að skólastjórinn var að kveðja eftir 28 ára starf og skólinn var að fagna hundrað ára afmæli. En betur fór en áhorfðist, þetta tók tæpa 3 tíma og þá hafði ég líka fengið nóg af Verslódýrð. Jón Ólafsson(Sjjjjjjjjjjjarmur) spilaði á píanó, Védís Hervör söng fallegt lag og Selma bar höfuðið hátt þrátt fyrir undangengnar Eu"hörmungar". Í veislunni píndi mamma mig til að setja upp húfuna hans Dóra sem er svona 4 númerum of stór. Á sínum tíma fannst mér alveg óþarfi að kaupa þetta hallærislega höfuðfat, fékk það lánað. Mér þætti samt fróðlegt að vita hver átti hugmyndina að þessum sið?? Sennilegast er merkingin ekkert annað en gamall hégómi. Það þótti víst voða fínt að vera stúdent hér í denn og menn hafa líklega keppst við að finna leið til að sýna að þeir væru lærðir. Í dag er prófið í álíka sessi og gagnfræðiprófið var fyrir 30 árum.
Það er komin önnur kúla í vinkonuhópinn, til hamingju Edda mín. Ég hálf öfunda barnið í maganum á henni því að betri manneskju er ekki hægt að finna.
Og Elín Pæja varð 25 ára á laugardaginn. Hún þurfti að eyða deginum í próf og lestur en ætlar að bæta það upp með veislu í Júní, Jibbý.....
Er lúin eftir veisluhöld helgarinnar. Ætla snemma í háttinn og reyna drusla mér í ræktina í fyrramálið, ég skal ég skal ég skalég skal............
Að lokum þá ætti að banna rigningu þegar Svana mætir í sandölum í vinnuna!!!!
Það er komin önnur kúla í vinkonuhópinn, til hamingju Edda mín. Ég hálf öfunda barnið í maganum á henni því að betri manneskju er ekki hægt að finna.
Og Elín Pæja varð 25 ára á laugardaginn. Hún þurfti að eyða deginum í próf og lestur en ætlar að bæta það upp með veislu í Júní, Jibbý.....
Er lúin eftir veisluhöld helgarinnar. Ætla snemma í háttinn og reyna drusla mér í ræktina í fyrramálið, ég skal ég skal ég skalég skal............
Að lokum þá ætti að banna rigningu þegar Svana mætir í sandölum í vinnuna!!!!