Ef framboð karlmanna á íslenskum golfvöllum er jafn fagurt og í evrópsku mótaröðinni, þá eykst eftirspurnin hér með um 1. Er sérstaklega skotin í Suður Afríska sjarmanum Immelman, ummm.
Skil samt ekki hvernig atvinnumönnum tekst að slá kúluna út í runna, gerandi þetta allan daginn, ég meina how hard can it be?? Komandi frá manneskju sem kann ekki golf;-)
Annars gerði ég heiðarlega tilraun til að baka í vikunni. Vinkona mín skrifaði niður hráefnið af CafeSigrun.com. Eitthvað missást dömunni og útkoman varð ekki góð. Er einhver er svo góður að geta bent á villuna í uppskriftinni( sem ég gat auðvitað ekki enda glórulaus í hvað er mikið og lítið af X í bakstri) .
Kryddbrauð
3 dl spelti
2 dl ávaxtasykur
3 dl haframjöl
3 dl kakó
2 tsk bökunarsódi
1 tsk engifer
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
3,5 dl mjólk
Fékk alveg athugasemdir á borð við; fannst þér virkilega ekki skrítið að setja X af Y????
MMmmmm Nóbbs.