skottuskrif

Tuesday, December 26, 2006

Gleðilega hátíð

Eftir síðastu skrif leið mér eins og krakka sem skilur ekki boðskap jólanna. Þegar pistillinn(sem ég eyddi;-) var skrifaður var ég m.a að hugsa um atriði í Bridged Jones þegar Darcy klæddist rúdolfspeysu frá mömmu sinni. Sjálf hef ég aldrei fengið ljóta jólagjöf þannig að Já. Jæja best að rústa Mannsa í Trivial.
Later.

Saturday, December 16, 2006

Jólabakstur og Babes

Ef framboð karlmanna á íslenskum golfvöllum er jafn fagurt og í evrópsku mótaröðinni, þá eykst eftirspurnin hér með um 1. Er sérstaklega skotin í Suður Afríska sjarmanum Immelman, ummm.
Skil samt ekki hvernig atvinnumönnum tekst að slá kúluna út í runna, gerandi þetta allan daginn, ég meina how hard can it be?? Komandi frá manneskju sem kann ekki golf;-)

Annars gerði ég heiðarlega tilraun til að baka í vikunni. Vinkona mín skrifaði niður hráefnið af CafeSigrun.com. Eitthvað missást dömunni og útkoman varð ekki góð. Er einhver er svo góður að geta bent á villuna í uppskriftinni( sem ég gat auðvitað ekki enda glórulaus í hvað er mikið og lítið af X í bakstri) .
Kryddbrauð
3 dl spelti
2 dl ávaxtasykur
3 dl haframjöl
3 dl kakó
2 tsk bökunarsódi
1 tsk engifer
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
3,5 dl mjólk

Fékk alveg athugasemdir á borð við; fannst þér virkilega ekki skrítið að setja X af Y????
MMmmmm Nóbbs.

Monday, December 11, 2006

Leiðinlegasta húsverkið!

Það er afar sjaldgæft að húsverk veiti fólki ánægju. Einu skiptin sem mér finnst MUNAÐUR að sópa gólfin er í próflestri. Hinsvegar er mismunandi hvað fólki finnst leiðinlegast, sumir þola ekki að þurrka af og öðrum hrís hugur við það eitt að horfa á straujárn. Sjálfri finnst mér ok að strauja, geri það oftast yfir fréttunum.

Var rétt í þessu að ljúka leiðinlegasta húsverki allra tíma(að mínu mati). ATH LEIÐINLEGASTA ekki ÓGEÐSLEGASTA, klósettburstun myndi toppa þann lista. Neibb, hér með fullyrði ég að rimlaþvottur slær öllum húsverkum við í leiðinlegheitum. Umrætt verk reynir verulega á helsta veikleika minn, þolinmæðina. Rimil fyrir Rimil, Rimil fyrir Rimil. Mætti ég þá biðja um að skúra nokkur gólf.

Saturday, December 09, 2006

Come Back??

Langa sumarfríinu lýkur kannski í jólafríinu;-) Eru ekki annars allir hressir????