skottuskrif

Monday, July 24, 2006

Stuttur

Víkverji Moggans var ansi spaugilegur í morgun. Sá kvartar yfir að á sólskynsdögum eins og síðastliðinn fimmtudag skuli fólki ekki verið gefið í frí í vinnunni. Slíkir dagar koma kannski einu sinni yfir sumarið. Víkverji heldur áfram og segir að á sólardegi sem þessum eigi fólk að vera úti með börnunum sínum, kaupa ís ogsfr.
Er víkverji ekki að gleyma starfsmönnum ísbúða og sundlauga. Hvað með starfsmenn matvöruverslana? Veit ekki með afganga gærdagsins á grillið.
Já, ef það væri bara hægt að gefa öllum frí.

Fer kannski að henda inn nokkrum stuttum.

Sunday, July 23, 2006

bara varð

Er í bloggpásu en bara þetta, annað hvort er brúðkaupsþátturinn Já orðin viðbj....... væmin eða ég verulega kaldlynd.

Sunday, July 09, 2006

Játning

Ástæðan fyrir bloggleysi síðustu daga er sú að ég er að læra á harmoniku og allur minn frítími fer í æfingar!!


Eða ekki.

Í hreinskilni þá nenni ég ekki að kveikja á tölvunni eftir vinnu. Er pínu fegin því á tíma hafði ég áhyggjur af nethangsinu, ofmikil tímasóun. Ætla samt að fylgjast áfram með ykkur hinum í laumi or not.
En svona af tilefni dagsins, vá var leikurinn góður í gær. Ég bókstaflega þoli ekki Ronaldo og allar hans tilfæringar á vellinu og fagnaði því ákaft sigri Þjóðverja. Mér er samt slétt sama hverjir fara með sigur úr bítum í dag en vona að leikurinn verði góður.

Að lokum vissuð þið að lengsta orð á íslensku er HÆSTARÉTTARMÁLAFLUTNINGSMAÐUR. Þar hafið þið það.

Tveggja vikna sumarfrí frá síðunni og sjá svo til.
Have a good day!
Svansí

Saturday, July 01, 2006

Ég segi bara.....

........ ÁFRAM ENGLAND,,, dú dú, dú, dú dú