skottuskrif

Sunday, July 09, 2006

Játning

Ástæðan fyrir bloggleysi síðustu daga er sú að ég er að læra á harmoniku og allur minn frítími fer í æfingar!!


Eða ekki.

Í hreinskilni þá nenni ég ekki að kveikja á tölvunni eftir vinnu. Er pínu fegin því á tíma hafði ég áhyggjur af nethangsinu, ofmikil tímasóun. Ætla samt að fylgjast áfram með ykkur hinum í laumi or not.
En svona af tilefni dagsins, vá var leikurinn góður í gær. Ég bókstaflega þoli ekki Ronaldo og allar hans tilfæringar á vellinu og fagnaði því ákaft sigri Þjóðverja. Mér er samt slétt sama hverjir fara með sigur úr bítum í dag en vona að leikurinn verði góður.

Að lokum vissuð þið að lengsta orð á íslensku er HÆSTARÉTTARMÁLAFLUTNINGSMAÐUR. Þar hafið þið það.

Tveggja vikna sumarfrí frá síðunni og sjá svo til.
Have a good day!
Svansí

4 Comments:

  • At 2:56 PM, Anonymous Anonymous said…

    ...bíddu....var það ekki Vegamannaverkavinnu...eitthvað...;Þ

     
  • At 12:06 PM, Blogger TaranTullan said…

    hahahaha
    Ég var með nákvæmlega sömu pælingu og Ingunn, var næstum alveg búin að starta puttunum á lyklaborðinu, þegar ég sá þetta hjá henni.
    Annars er ég mjög sammála með Ronaldo gaurinn, mætti ekki refsa leikmönnum fyrir þetta, þetta er nú blekking, það er andskotinn hafi það verið að reyna að blekkja dómarann, spyr sú sem ekkert veit um fótbolta??

     
  • At 2:12 PM, Blogger Oddrun said…

    Halló Svana mín, ég hef saknað þín af blogginu. Er komin heim í bili og fór auðvitað beint á bloggið. Er hocked on it. Hvað hefurðu verið að gera af þér undanfarið?
    Kveðja,
    Rúna frænka

     
  • At 5:40 AM, Anonymous Anonymous said…

Post a Comment

<< Home