skottuskrif

Wednesday, February 21, 2007

Framsetning Frétta Framhald

MBL
Bifreið rakst á ljósastaur.
Lögregla segir að ein bifreið hafi ekið á ljósastaur og að hún hafi verið í kappakstri við aðra bifreið þegar áreksturinn varð.

= Ökumaður keyrði á ljósastaur þegar hann var í kappakstri( við ökumann annarar bifreiðar)

Ok er hætt núna.

Tuesday, February 20, 2007

Samráð

Í fréttum er þetta helst:
Fjármálaráðherra harmar "mistök" Símans og Landsvirkjunar í tengslum við ólögmætt samráð(myndbrot af húsum fyrirtækjanna).

Oh þessi fyrirtæki, alltaf að gera einhverja bölvaða vitleysu!

Það er bara eins og menn komi ekkert við sögu, fyrirtækin stjórni sér sjálf og húsnæðin hafi séð um plottið.

Saturday, February 17, 2007

Lesbókin

Ég elska krossgátur, sérstaklega laugardagsgátu mbl. Nema hvað eins og kunnugir vita eru birt ljóð neðst á hægri horni síðunnar, oft skemmtileg.
Ljóð dagsins í dag heitir "Ég stytti mér leið fram hjá Einari Má"

Í sturtunni í karlaklefa Grafarvogslaugar
eru þrír rithöfundar að baða sig án sundfata.

Ég stytti mér leið fram hjá Einari Má
og sprauta grænni sápu úr stálröri
í lófa hægri handar.

Stefán Máni

( höfundur liggur í flensu)


Mitt mat; höfundur á að leigja sér DVD næst þegar hann verður veikur.

Wednesday, February 07, 2007

Ein spurning

  1. Geta félagsvísindi beitt sömu aðferðum og náttúruvísindi til að öðlast"réttmæta" þekkingu á félagsheimnum?

Tuesday, February 06, 2007

Er ég orðin svo gömul..

..... að tíska æskunar standi ofar skilningi mínum á klæðaburði?
Eru náttbuxur á miðjum degi nýjasta trendið, eða nennti unglingspilturinn sem ég mætti á hitaveitustokknum ekki klæða sig? Hann sá að mér varð starsýnt á buxurnar og brosti bara út í annað:-)
Get svo sem lítið sagt, var fullgildur meðlimur kúkalabbatískunnar og virkur þátttakandi í þeirri iðju að klippa upp í buxur. Hvílík hörmung og þá sérstaklega fyrir foreldrana að horfa upp á barnið sitt tæta í sundur glænýjan Levis. Athöfnin var ofar þeirra skilningi.
Í öllu falli þá voru náttbuxur drengsins bæði flottar og snyrtilegar, bláköflóttar ala Jói Boxari.
Getum við gamla fólkið ekki tekið upp þessa tísku, svo notó að vera í náttfötum:-)

Monday, January 22, 2007

Ógleði

Ég fann til mikillar ógleði eftir Kompásþáttinn í gær. Hélt maðurinn virkilega að hann gæti afsakað framferði sitt með þeim rökum að móðir hans væri veik og að hann væri þunglyndur. Vel má vera að í einhverjum undarlegum tilfellum sé barnagirnd "afleiðing" þunglyndis , en veik móðir??
Annað sem ég hjó eftir í þessum þætti var umræðan um sálfræðileg próf. Ágúst sagði berort að hann hefði svarað spurningalistanum með það í huga að komast inn á Sogn í stað þess að fara í fangelsi. Hann vildi semsagt vera talin "geðveikur" glæpamaður til þess eins að komast hjá vel þekktum móttökum samfanga. Eftir slíkar staðhæfingar getur maður ekki annað en efast um réttmæti sálfræðilegra prófa. Eru prófin að mæla eitthvað annað en það sem svarandi vill að þau mæli?
Ekki misskilja þessar pælingar, ég er á þeirri skoðun að í tilfellum sem þessum sé einstaklingur mikið brenglaður. En að maður sem á að baki sér yfir 20 ára sögu um barnamisnotkun skuli ganga laus, get ég ekki skilið.
Þess má geta að Woodsman var sýnd á bíórásinni eftir þáttinn í gær. Hef áður tala um þá mynd enda setti hún mig í siðferðislega kemmu. Myndin fjallar um barnaníðing og átök hans við sjálfan sig og ég fór actually að vorkenna honnum, VORKENNA BARNANÍÐING! Eins og fram kom í Kompás í gær þá finnst þessum mönnum ekkert endilega að þeir séu að gera eitthvað rangt, telja jafnvel að barnið vilji athæfið, hafi beðið um það með augnaráðinu eða eitthvað álíka. Ég meina hver getur ekki vorkennt mönnum fyrir að hafa svo ógeðfelldar hvatir.
Ætla ekki ítarlega ofan í myndina en hvet sem flesta til að horfa á hana.
Later.

Thursday, January 18, 2007

Tíðindi dagsins.

Kona býður sig fram sem formaður Knattspyrnusambands Íslands.
Ég vona að á næstu árum verði slíkar fregnir ekkert tiltökumál.
Koma svo Halla!