Ég fann til mikillar ógleði eftir Kompásþáttinn í gær. Hélt maðurinn virkilega að hann gæti afsakað framferði sitt með þeim rökum að móðir hans væri veik og að hann væri þunglyndur. Vel má vera að í einhverjum undarlegum tilfellum sé barnagirnd "afleiðing" þunglyndis , en veik móðir??
Annað sem ég hjó eftir í þessum þætti var umræðan um sálfræðileg próf. Ágúst sagði berort að hann hefði svarað spurningalistanum með það í huga að komast inn á Sogn í stað þess að fara í fangelsi. Hann vildi semsagt vera talin "geðveikur" glæpamaður til þess eins að komast hjá vel þekktum móttökum samfanga. Eftir slíkar staðhæfingar getur maður ekki annað en efast um réttmæti sálfræðilegra prófa. Eru prófin að mæla eitthvað annað en það sem svarandi vill að þau mæli?
Ekki misskilja þessar pælingar, ég er á þeirri skoðun að í tilfellum sem þessum sé einstaklingur mikið brenglaður. En að maður sem á að baki sér yfir 20 ára sögu um barnamisnotkun skuli ganga laus, get ég ekki skilið.
Þess má geta að Woodsman var sýnd á bíórásinni eftir þáttinn í gær. Hef áður tala um þá mynd enda setti hún mig í siðferðislega kemmu. Myndin fjallar um barnaníðing og átök hans við sjálfan sig og ég fór actually að vorkenna honnum, VORKENNA BARNANÍÐING! Eins og fram kom í Kompás í gær þá finnst þessum mönnum ekkert endilega að þeir séu að gera eitthvað rangt, telja jafnvel að barnið vilji athæfið, hafi beðið um það með augnaráðinu eða eitthvað álíka. Ég meina hver getur ekki vorkennt mönnum fyrir að hafa svo ógeðfelldar hvatir.
Ætla ekki ítarlega ofan í myndina en hvet sem flesta til að horfa á hana.
Later.