skottuskrif

Monday, January 22, 2007

Ógleði

Ég fann til mikillar ógleði eftir Kompásþáttinn í gær. Hélt maðurinn virkilega að hann gæti afsakað framferði sitt með þeim rökum að móðir hans væri veik og að hann væri þunglyndur. Vel má vera að í einhverjum undarlegum tilfellum sé barnagirnd "afleiðing" þunglyndis , en veik móðir??
Annað sem ég hjó eftir í þessum þætti var umræðan um sálfræðileg próf. Ágúst sagði berort að hann hefði svarað spurningalistanum með það í huga að komast inn á Sogn í stað þess að fara í fangelsi. Hann vildi semsagt vera talin "geðveikur" glæpamaður til þess eins að komast hjá vel þekktum móttökum samfanga. Eftir slíkar staðhæfingar getur maður ekki annað en efast um réttmæti sálfræðilegra prófa. Eru prófin að mæla eitthvað annað en það sem svarandi vill að þau mæli?
Ekki misskilja þessar pælingar, ég er á þeirri skoðun að í tilfellum sem þessum sé einstaklingur mikið brenglaður. En að maður sem á að baki sér yfir 20 ára sögu um barnamisnotkun skuli ganga laus, get ég ekki skilið.
Þess má geta að Woodsman var sýnd á bíórásinni eftir þáttinn í gær. Hef áður tala um þá mynd enda setti hún mig í siðferðislega kemmu. Myndin fjallar um barnaníðing og átök hans við sjálfan sig og ég fór actually að vorkenna honnum, VORKENNA BARNANÍÐING! Eins og fram kom í Kompás í gær þá finnst þessum mönnum ekkert endilega að þeir séu að gera eitthvað rangt, telja jafnvel að barnið vilji athæfið, hafi beðið um það með augnaráðinu eða eitthvað álíka. Ég meina hver getur ekki vorkennt mönnum fyrir að hafa svo ógeðfelldar hvatir.
Ætla ekki ítarlega ofan í myndina en hvet sem flesta til að horfa á hana.
Later.

Thursday, January 18, 2007

Tíðindi dagsins.

Kona býður sig fram sem formaður Knattspyrnusambands Íslands.
Ég vona að á næstu árum verði slíkar fregnir ekkert tiltökumál.
Koma svo Halla!

Tuesday, January 16, 2007

Mig langar svo mig langar svo

Mig langar á snjóbretti...... á Ítalíu
Mig langar að læra golf....... á Flórída
Mig langar að dansa............ á Kúbu
Mig langar að hugleiða....... Í Kína
Mig langar í leikhús............ Í London
Mig langar á brimbretti..... Í Ástralíu
Mig langar að djamma....... Í New York
Mig langar á listasöfn......... Í París

Mig langar að spóla yfir Janúar og Febrúar, eitthvað svo sorglegt við þessa mánuði. Kannski ég kaupi lottómiða til að lífga upp á tilveruna og hugsanlega hafa efni á ofantöldu.
Jæja best að hætta þessum dagdraumum og gera eitthvað af viti.

Svona að lokum, hver skýrir húsið sitt Sogablettur???

Wednesday, January 10, 2007

Velkomin í NÚIÐ


Í DAG

Dagurinn í dag
er dagurinn þinn,
þú getur gert við hann
hvað sem þú vilt.

Gærdaginn áttir þú,
honum getur þú ekki breytt.
Um morgundaginn veist þú
ekki neitt.

En daginn í dag átt þú.
Gef þú honum allt
sem þú megnar,
Svo einhver finni í kvöld
að það er gott að þú ert til.

Ake Rosenblad


Eftir að hafa lesið ágæta morgunblaðsgrein um mindfulness, undirstöðu visku og innsæis í búddískri heimspeki ákvað ég að breyta lífsháttum mínum(allavega gera tilraun;-)
Á góðri(?) íslensku kallast mindfulness árvekni eða gjörhygli og er að ryðja sér rúms í nútíma sálfræði. Dæmi um árvekni í daglegu lífi er að þjálfa sig í að veita athygli því sem er að gerast á hverju augnabliki. Fólk á að gera eitt í einu og einbeita sér að því, ekki hugsa um öll verkefni dagsins eða vikunnar meðan það tannburstar sig, borðar eða gengur. Í stað þess að flýta sér í daglega rútínu á fólk að hægja á sér og njóta sama hversu lítið sem það er.
Ég ætla lifa í núinu á nýju ári og njóta augnabliksins.













Tuesday, January 02, 2007

Nýtt ár

Gleðilegt ár gott fólk.

Er hálf heiladauð eftir helgina en hamingjusöm í hjartanu. Á gamlák vaknaði ég brosandi eftir vel heppnað kvöld með vinum. EKKERT ÞUNN!!! Bröltandi á fætur áttaði ég mig hinsvegar á að ég var enn drukkin. Týndur sími og sárir ökklar, sígandi bros.
Átti samt yndislegt kvöld með fjölskyldunni. Góður matur, gott skaup og góðar bombur.
Góð helgi.