skottuskrif

Thursday, March 23, 2006

Jákvæðni.

Er að reyna tileinka mér þann hæfileika sem kallast bjartsýni. Af því tilefni ætla ég að reyna finna eitthvað jákvætt við allt sem geri eða verður á vegi mínum.
En svona til að útskýra tilkomandi bloggleysi þá er ég byrjuð í viku heimaprófi í Geðheilsufélagsfræði. Þarf að skrifa nokkrar stuttar ritgerðir eða um 15 blaðsíður, púff. Það jákvæða er að mér finnst efnið skemmtilegt og eftir viku verð ég búin með fagið! Jibbí.
Svo vil ég nota tækifærið og koma því á framfæri að ég á BESTA bróðir í heimi. Litli snáðinn kom til mín og tjáði mér að hann væri búinn að kaupa afmælisgjöfina mína. Þessi elska ætlar að gefa mér miða á tónleikana með Roger Waters. Mig langaði nefnilega ótrúlega að fara en peningaskortur stendur Skottunni fyrir þrifum á mörgum sviðum lífsins þessa dagana;-(Það jákvæða er að ég get ekki orðið fátækari!
Að lokum, eru hestar byrjaðir að missa vetrarhárin fyrir sumarið? Ég er nefnilega að verða sköllótt og var að velta fyrir mér hvort það tengdist árstíðarbreytingum. Það jákvæða er að 3 hár eru léttari en 300,000.
Damn þessi jákvæðni er erfið.

7 Comments:

Post a Comment

<< Home