Bílaflotinn
Er það bara ég eða er Range Rover faraldur í Reykjavík? Fjöldinn fer að líkjast BMW flota Þjóðverja. Ég taldi 6 Rovera á leiðinni í ræktina um daginn sem nótabene var 5 mínútna akstur. Til að skekkja ekki niðurstöðuna tók ég bílastæði Lauga ekki með í reikninginn( talan hefði margfaldast í hádeginu þegar jakkafötin sprikla:) Tók líka eftir að ökumennirnir voru flestir að tala í símann undir stýri, örugglega til að undirstrika mikilvægi sitt.
Jamm Míkran mín er öfundsjúk. Ef ég ætti peninga myndi ég samt frekar kaupa mér HUMMER! Það eru tryllitæki. Myndi líka splæsa í bílstjóra til að tryggja öryggi annarra borgara;-)
Að lokum. Ég veit að það er ljótt að gagnrýna nýgræðinga en mér líður virkilega, virkilega illa þegar nýja fréttaþulan á NFS birtist á skjánum!
Jamm Míkran mín er öfundsjúk. Ef ég ætti peninga myndi ég samt frekar kaupa mér HUMMER! Það eru tryllitæki. Myndi líka splæsa í bílstjóra til að tryggja öryggi annarra borgara;-)
Að lokum. Ég veit að það er ljótt að gagnrýna nýgræðinga en mér líður virkilega, virkilega illa þegar nýja fréttaþulan á NFS birtist á skjánum!
14 Comments:
At 12:09 PM, Andrew said…
Cool stuff!
Check out my band! It's good!
myspace.com/backyardsympathy
At 2:51 AM, Anonymous said…
Já alveg er ég sammála þér svana, væri alveg til í einn hummer! þeir eru svo svalir...
kv. Dóra frænka
At 10:46 AM, Anonymous said…
Einhvern tímann, einhvern daginn muntu eignast Hummer Svana mín en í guðana bænum ekki keyra hann sjálf
At 1:24 PM, Oddrun said…
Jeminn eini Svana mín, ef þessi "diggatron" er ekki hommi skal ég éta hattinn minn!!! Hummer eru ljótustu bílar sem ég hef á ævi minni séð. Já sú nýja á Stöð tvö er ekki góð, en hefurðu séð nýju veðurfréttakonuna þar?
Hún er kafli út af fyrir sig!!
At 2:34 PM, Skottan said…
Úpps ég gleymdi að segja að ég var að tala um veðurfréttakonuna, svona er ég utan við mig.
Já ég er líka hugsa um að fara inn á eitthvað arabískt blogg og þykjast kunna tungumálið til að auglýsa sjálfa mig! Svo ætla ég að láta sem ég sjái ekki Hummer kommentið þitt Rúna mín;-)
Hermann minn þú verður bílstjórinn!
At 2:31 AM, lil said…
I'm telling you, þessi bílafaraldur er ótrúlegur! Var einmitt að blogga um það sjálf hvernig bílaauglýsingar virðast hafa farið úr því að undirstrika hagkvmæni eða öryggi farkostsins í að spila inn á "impulse buying" og status viðkomandi kaupanda.
En er ekki verið að grínast með þessa nýju veðurfréttakonu?? Ég finn alveg til með henni, en þú getur ekki neitað því að þetta er algjör sirkus að horfa á! hahaha
At 3:28 AM, Skottan said…
Já ég veit Lilja, ég held meira að segja að fréttaþulirnir eigi í vandræðum með að halda andlitinu. Mér finnst þeir alltaf hálf vandræðalegir þegar hún hefur lokið máli sínu og vélin beinist að þeim;-)Málið er að ég vorkenni henni svo mikið að mér finnst ég knúin til að skipta um stöð -hennar vegna-.
Ég held að Range Rover sé aðal stöðutákn ríkra manna á Íslandi og þeim fer greinilega fjölgandi.
At 6:30 AM, TaranTullan said…
Já það er beinlínis pínlegt að horfa á hana.
En hvað segiru Svana langar þig til að taka vakt fyrir mig um helgina.? Ef þú ert búin að ráðstafa þér, þá er skiptir það engu. Ef þú vilt það, þá máttu bara alveg ráða hvorn daginn þú tekur.
Kveðja
At 11:12 AM, Skottan said…
Heyrðu Tulla, þú velur daginn!!
At 1:20 AM, TaranTullan said…
Okei þá.
Lördagurinn væri góður, því ég er að flytja um helgina, og þá gæti ég notað hann allan.
Væri það í lagi?
Þær verða svaka spenntar að sjá þig, veit ég.
At 1:40 AM, Skottan said…
Heyrðu já fínt þá á morgun, jej!!!. Gangi þér vel að flytja krúsan mín. Er ekki örugglega mæting kl 7?
At 1:52 AM, Skottan said…
Heyrðu já fínt þá á morgun, jej!!!. Gangi þér vel að flytja krúsan mín. Er ekki örugglega mæting kl 7?
At 6:26 AM, TaranTullan said…
Jebbs, mæting 7...
Sem verður fínt, því þá geturu æft þig á Rallyinu í smá tíma. Þú átt ekki eftir að muna neitt.. það er nett skondið.
Allavega, gangi þér vel, og takk æðislega. *KOSS*
At 7:17 AM, Skottan said…
Ég trúi ekki að ég geti nokkurn tímann gleymt rallyinu;-) ha ha, en það verður spennandi. Og það er nú ekkert að þakka þar sem þú varst svo elskuleg við mig í sumar, Koss á móti
Post a Comment
<< Home