skottuskrif

Thursday, March 16, 2006

íslenska vatnið.

Mér finnst þessi vatnalög hálfsorgleg. Ég elska sturtuna mína og ískalt vatn úr krana. Auk þess er ég með svo litla pissublöðru þannig að vatnsreikningurinn verður svaðalega hár(verð kannski látin míga úti í annað hvort skipti!!) En svona í alvöru talað, þá munu þessi lög örugglega breyta ýmsu sem áður þótti sjálfsagður hlutur. Ætli fólk verði ekki rukkað fyrir að skola af bílum á bensínstöðvum, og látið borga fyrir klakana í kókið?
Be prepared og grafið fyrir vatni í bakgörðunum heima hjá ykkur og byggið brunn;-)

7 Comments:

  • At 9:14 AM, Blogger TaranTullan said…

    Já það er ágætt að búið sé að fresta málinu. Þetta var bara pjora framsókn að reyna að gera eitthvað fyrir bændurna sína.
    Hvenær ætlar þessi flokkur annars að fara að fá bara 5% fylgi eins og kannanir benda alltaf til. Ég þoli ekki hvernig þeir fara alltaf á skrið í kosningum. Ég vona að ég sé ekki að móðga neinn, en mér finnst framsóknaflokkurinn litlaus og leiðinlegur flokkur, svo ég tali nú málefnalega.... he he

     
  • At 9:19 AM, Blogger TaranTullan said…

    Shitt, hvað var ég að rugla...
    Memo to me, memo to me, aldrei að treysta fréttum sem berast fyrir hádegi.

     
  • At 10:38 AM, Blogger Skottan said…

    Ha ha, jamm málið er afgreitt! það að framsóknarflokkurinn skuli enn vera á lífi er lýsandi dæmi um mátt auglýsinga. Fólk sem lætur glepjast af ódýrum loforðum rétt fyrir kosningar kemur þeim til bjargar.

     
  • At 2:38 PM, Blogger Oddrun said…

    Svana mín, þær væru ekki að reyna að breyta lögunum nema eitthvað búi undir, við verðum sennilega að búa okkur undir að pissa úti í annað hvort skipti!!

     
  • At 1:13 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég er byrjuð að grafa :Þ

     
  • At 6:07 AM, Anonymous Anonymous said…

    Verið alveg rólegar það hlýtur að verða búið að breyta þessu hef enga trú á að úr þessu verði.
    Kv anony

     
  • At 9:44 PM, Blogger Unknown said…

Post a Comment

<< Home