skottuskrif

Monday, March 13, 2006

Bandaríska blessunin

Fór á umræðufund í dag undir yfirskriftinni; Hvað er Bandaríkjastjórn að vilja í Miðausturlöndum. Michael Rubin sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu hélt stutta tölu og sat síðan fyrir svörum. Rökin hans voru ekkert ný af nálinni. Bandaríkjamenn sofa ekki vært fyrr en lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnrétti verða að veruleika í Miðausturlöndum. Rubin hefur kannski haldið að auðvelt yrði að tala til þjóð sem trúir á álfa og tröll. Hann hélt því staðfast fram að innrásin hefði ekkert að gera með olíu eða aðra hagsmuni Bandaríkjanna, neib bara góðgerðarstarfsemi. Auk þess baunaði maðurinn út úr sér bröndurum sem mér fannst ekki við hæfi þegar umræða snýst um stríð.
En allavega þótt fjölmiðlar hafi greint frá hörðum mótttökum háskólasamfélagsins fór fundurinn friðsamlega fram, engin eggjaköst eða öskur.
Að lokum hvað á mín að gera í sumar?? Er alveg tóm í hausnum. Sem betur fer er fjöldi áhugaverða ræstingarstarfa í boði. Það er deginum ljósara að sá sem semur svona auglýsingu hefur aldrei á ævinni skúrað. Annars var Holtakjúklingur að auglýsa í annað skiptið eftir starfsmanni í kjúklingaverkun. Býst við að starfið verði áfram laust ef allt fer í þrot.

8 Comments:

  • At 2:44 PM, Blogger Oddrun said…

    Það er alveg augljóst að mínu mati hvað Bandaríkjamenn eru að gera í Miðausturlöndum. Olíuhagsmunir!! Svana Björk, hvað með ritarastarfið sem ég sá auglýst í Mogganum á sunnudaginn?

     
  • At 8:38 AM, Blogger Naglinn said…

    Þú ættir að sjá myndina Syriana með George Clooney. Snilldarræma sem fjallar um spillinguna innan olíubransans fyrir botni Miðjarðarhafs og hvernig USA hefur þessi lönd í skrúfstykki.
    Það er auðvitað hagstætt fyrir USA að hafa ófrið á þessu svæði út af olíuviðskiptum og til að þessar þjóðir þurfi að reiða sig á hernaðarlega aðstoð USA.

    Hva, ætlar mín ekki á Moggann aftur?? Eins og það var mikil stemmning síðasta sumar...rólegt og ekkert stress...eða þannig. Eins og þú kannski veist þá er Bergdís hætt og fullt af breytingum í deildinni. Fullt af karlmönnum komnir inn.
    Hhhmmm Svana...??

     
  • At 8:39 AM, Blogger TaranTullan said…

    Heyrðu Svana, mér þykir þú merkileg að hafa setið þetta málþing.
    Úr einu í annað, það er stelpa niðri á mogga sem er svona vörður, æi þú veist þarna frammi. Og hún var að segja mér að í ræstingum á sumrin þá væri hún að fá yfir 300.000 krónur í laun á mánuði, vegna þess að í orði þá geturu tekið að þér meiri vinnu, þrátt fyrir að hún sé ekki meiri, því það hægist svo hjá fyrirtækjum á sumrin að í raun þarf maður miklu minna að þrífa, en er samt á sama taxta. Ertu að ná þessu, hún sagði að hún fengi um 300.000 kall fyrir 8-16,17 vinnu, og hún vissi að fólk væri að ná upp í hálfa millu. Ótrúlegt alveg, þetta fékk mig til að hugsa...

     
  • At 10:56 AM, Blogger Skottan said…

    Það fer bara svo í taugarnar á mér að Bandaríkjamenn skuli líta á sig sem einhverja heimslöggu. Auk þess gera þeir ekki neitt fyrir neinn nema fyrir eigin hagsmuni(hvar voru þeir í Rúanda). Allavega mun pottþétt sjá þessa mynd, ekki verra að hafa Clooney með;-)Jummí
    Bara svona til að leiðrétta allan misskilning þá er ég ekki að gera lítið úr ræstingarstörfum, tel þau samt ekki ÁHUGAVERÐ. 300.000?? Hjá hvaða fyrirtæki starfar þessi stelpa?
    En stelpur ætlið þið að vera á Mogganum í sumar?? Ég væri svo sem til ef ég fengi dagvinnu, ekki vaktir.

     
  • At 10:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég fer ekki, ætla bara að vera um helgar. Ef þú hefur áhuga, þá myndi ég bara tala við hann Gest, held hann sé ennþá bossinn okkar, hann er YNDISLEGUR, svo æðislega tjillaður eitthvað. Ég trúi ekki öðru en að ástandið verði betra, sérstaklega þegar það á að gera meira úr helgar- virkum dögum blaðberum. Annars eigum við eftir að sjá.
    Kveðja
    Tuls

     
  • At 10:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég fer ekki, ætla bara að vera um helgar. Ef þú hefur áhuga, þá myndi ég bara tala við hann Gest, held hann sé ennþá bossinn okkar, hann er YNDISLEGUR, svo æðislega tjillaður eitthvað. Ég trúi ekki öðru en að ástandið verði betra, sérstaklega þegar það á að gera meira úr helgar- virkum dögum blaðberum. Annars eigum við eftir að sjá.
    Kveðja
    Tuls

     
  • At 10:43 AM, Anonymous Anonymous said…

    Svo eru náttúrulega fjórir í blaðberamálunum, og langan er orðin þannig að maður er bara einn frá 17-19, og þarf ekkert að spá í veikum blaðberum. Þær eru þarna um helgar blaðberaskvísurnar. Jæja nóg...

     
  • At 8:58 AM, Blogger Naglinn said…

    Ég kem nottla ekki heim í sumar og þó svo væri þá held ég að MBL væri alveg síðasti staðurinn sem ég myndi vinna á. Skúra frekar fyrir 300.000 á mánuði en að hlusta á skítapakkið væla yfir að hafa ekki fengið málgagnið í morgun eða hundfúlar mæður blaðbera að kvarta yfir lúsarlaunum. Ég fékk algjört ógeð síðasta sumar.
    Ég heyrði í Erlu BJörgu um daginn og hún var á sama máli og ég...Mogginn never again.

     

Post a Comment

<< Home