skottuskrif

Wednesday, March 08, 2006

Ömmuknús

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún amma hún á afmæli í dag.
Ég á alveg hreint magnaða ömmu. Þó hún smyrji enn ofan litla strákinn sinn á sextugsaldri(pabba) þegar hann kemur í heimsókn þá lít ég frekar á hana sem vinkonu mína en ömmu. Við höfum drukkið saman kaffi frá því ég ponsa, fyrst úr bollastelli og svo úr alvörunni. Við tölum saman um heima og geima enda sú gamla inni á flestum sviðum. Hún les öll blöð, fylgist með fréttatímum bæði í sjónvarpi og útvarpi, les slúðrið eins og henni sé borgað fyrir það og horfir á box fram nætur. Tíska, vinir, strákar, skólinn og skemmtanir, You name it, ég tala við ömmu. Svo höfum við líka svipaðan smekk á karlmönnum, höfum vegið og metið flesta frétta, stjórnamála og athafnamenn og haft gaman af:-)
Í dag langar mig ekkert sérlega í börn, veit ekki af hverju en býst við að karlmannsleysið eigi sinn þátt í hljóðum eggjastokkum. En eitt veit ég og það er að mig langar að verða AMMA.
Verð kannski útlánsamma í framtíðinni;-)
Allavega, hvernig sem viðrar í hausnum á mér, hvort sem það er tár eða hlátur þá líður mér alltaf betur eftir heimsókn í Múlann.
Fátt er betra en ömmuknús, hún er líka svo mjúk.

2 Comments:

Post a Comment

<< Home