skottuskrif

Friday, March 10, 2006

Stóri Bróðir

Egill Helga fór með ágætis pistil í kvöld þar sem hann fjallaði um aukið eftirlit með þegnum samfélagsins. Kreditkortin sjá til að hægt er að rekja slóð fólks, fylgjast með neysluvenjum og lífsstíl. Nú á að setja tæki í alla bíla sem skráir aksturshraða(símælir) þannig að lögreglan geti kannað hvort farartækjum hafi verið ekið yfir leyfilegu hámarki. Það sjá líka allir sem keyra um götur Reykjvíkur að fjöldi myndavélaskilta og hraðamæla hafa margfaldast. Að sjálfsögðu eru ekki myndavélar alls staðar þar sem skilti eru en fólk veit ekki hvar, óvissan nægir. Tilgangurinn= forvörn
Í fyrra voru umræður um hvort lögreglan ætti að fá leyfi til að hlera símtöl án dómsúrskurðar og ekki má gleyma umdeildum gagnagrunni íslenskrar erfðagreiningar.
Eftirlitsmyndavélar, upptöktæki, og afkastamælar eru í auknu mæli notuð til að fylgjast með starfsfólki vinnustöðum. Í einum kúrs í skólanum var fjallað um þetta efni. Kennarinn gerði rannsókn á sálrænum áhrifum slíks eftirlits á starfsfólk. Í hátæknifrystihúsum eru afkastamælar sem skrá hversu marga fiska konur verka á ákveðnum tíma. Í einu þeirra var sett upp súlurit á kaffistofunni sem sýndi afköst allra og nöfnin sett fyrir ofan. Síðar var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og þá var nöfnunum sleppt, en allir vissu hver átti hvaða súlurit.
Tilgangurinn= hvatning og aukin afköst. Atvinnurekandinn sér hvenær dagsins og hvaða daga starfsólkið stendur sig verst og best. Hann getur líka séð afkastamynstur og ályktað út frá þeim. Ef kona er alltaf undir meðallagi á ákveðnum tíma mánaðarins er hún kannski á túr, ef mánudagarnar eru alltaf slakari en aðrir dagar er skemmtanagleðin örugglega óhófleg, etc, etc,. Fólk sem vinnur á síma er líka undir eftirliti. Fylgst er með fjölda og lengd svaraðra símtala, sem og úthringingum. Mórall á vinnustað= Djö hún Sigga er alltaf svo dugleg og lætur mig líta illa út!!!, Vissulega eiga duglegir einstaklingar hrós skilið, en hraði segir lítið um gæði vinnunnar.
Eitt öfgadæmi var þegar Persónuvernd fékk fyrirspurn frá gjaldkera í banka. Konan hafði verið kölluð á teppið hjá yfirmanni sínum sem taldi ekki við hæfi að hún færi á ákveðinn skemmtistað um helgar. What! Jú kortið kom upp um hana. Tilgangurinn=ímynd bankans.
Þó slíkt eftirlit sé óþægilegt getur starfsfólk lítið sagt. Hvers vegna? Jú ef það kvartar þá er eins og það hafi eitthvað að fela!
Talað er um að setja upp eftirlitsvélar í skólastofum og fyrirlestrarsölum. Tilgangurinn; Gæði kennslu? eftirlit með pólítískum áróðri? Ofbeldi?
Í Bretlandi verða u.þ.b 23% kvenna fyrir heimilisofbeldi og í hverri viku eru að meðaltali 2 konur drepnar í heimiliserjum. Vitað er að misnotkun á börnum er oftast af hálfu náins ættingja. Hvenær kemur eftirlitið inn á heimilið?
Hversu langt eiga og meiga ríki og fyrirtæki ganga í slíku taumhaldi? Er þessi þróun af hinu góða?

5 Comments:

  • At 2:55 PM, Blogger Oddrun said…

    Ég held að svona mikið eftirlit hljóti að flokkast undir persónunjósnir af verstu gerð og eiga ekki að eiga sér stað. Hvar er persónuvernd eiginlega í svona málefnum. Það var líka gerð könnun á afköstum á vinnustað einum í byggingarbransanum um vinnuafköst þeirra sem reyktu og þeirra sem ekki reyktu og ótrúlegt en þeir sem reyktu afköstuðu meiru þótt þeir færu í reykpásur, þeir voru því duglegri á eftir. Niðurstaða= Menn voru duglegri eftir pásurnar

     
  • At 3:13 AM, Blogger TaranTullan said…

    Já, þetta er mjög merkileg þróun í ljósi ríkisstjórnar sem boðar aukið frelsi. Ég get ekki betur séð en þetta sé beint frá Bandaríkjunum komið, sem að mínu mati er drottning mótsagnanna. Og þá er ég að vísa í þessi þekktu Patriot Act lög sem sett voru, og heimiluðu mun víðtækari persónunjósnir en áður höfðu nokkurn tíma þekkst, allt í nafni stríðsins gegn hryðjuverkum. Þessi þróun er í besta falli varasöm með meiru.
    Kveðja til þín Svana mín...Líður þér ekki annars bara vel?

     
  • At 2:52 AM, Anonymous Anonymous said…

    Allt hefur sína kosti og galla.Eg þekki einstakling sem var nánast sakaður um þjófnað á vinnustað,þessi einstaklingur hafði átt erfitt og var því talinn sekur.Var meðal annars rætt við viðkomandi og honum boðin meðferð.Um alvarlegan lyfjastuld var að ræða,komið var upp myndavél á vitundar starffólks til að góma viðkomandi þar sem sýnt þótti að lyfin hhurfu á þeim vöktum sem hann stóð.Öllum til undrunar nema viðkomandi reyndist annar einstaklingur vera sá seki.Var því hinn beðinn afsökunnar og málið upplýst.Líðan þess grunaða á vinnustaðnum meðan ekki var búið að upplýsa málið var skelfilegt og var einstaklingurinn varla vinnufær.Því tel eg að stundum eigi myndavélar rétt á sér en það eru líka takmörk því vissulega fylgist stóri bróðir með.
    Kv anony

     
  • At 4:13 AM, Blogger Skottan said…

    Já ég gleymdi að segja að prófessorinn vann þessa rannsókn með konu frá persónuvernd,eða hvort hún starfaði þar sjálf man það ekki alveg. En jú starfsfólkið getur kvartað þangað en þá er eins og það hafi eitthvað að fela;-)
    Varðandi afköstin að þá sést reyndar líka hverjir vinna jafnt og þétt þó þeir vinni hægt, eins og kom á daginn með eina sem öllum fannst vinna ofboðslega hægt. Þegar málin voru könnuð þá skilaði hún sínu og meira en það.
    Já Tulla við étum allt upp eftir kananum, mæli með því að gerist lögfræðingur hjá persónuvernd;-)
    oj, það hlýtur að vera ömurlegt að liggja svona undir grun, þá er betra að setja upp myndavélar til að útkljá málið. Hver stal svo lyfjunum??? Minn svo forvitin;-)

     
  • At 3:06 AM, Anonymous Anonymous said…

    Það kom í ljós að starfsmaður á öðrum stað í húsinu var sekur, en þar sem enginn vissi að sá einstaklingur ætti í neinum erfiðleikum þá hvarflaði hann ekki að neinum.
    Kv anony

     

Post a Comment

<< Home