skottuskrif

Thursday, January 05, 2006

Heilsan

Komst að því í ræktinni í gær að ég er rosalega góð við sjálfa mig á æfingum. Get ekki enn lyft út af bakinu og verð að láta mér nægja að ganga á "hlaupa"bretti eða nota skíða og klifurtækin. Einn ágætis þjálfari benti mér pent á um daginn að ég hangi á klifurvélinni og slík beiting reyni lítið sem ekkert á líkamann. Í gær gat ég ekki"hangið" á vélinni út af bakinu heldur varð að standa upprétt, eða öllu heldur ég varð að nota vélaskrattann eins og á að gera. Mín náði varla andanum eftir 5 mínútur. Þarf spark í rassinn.
Las heilsublað moggans sem kom út á mánudaginn. Það er ekkert verið að leyfa fólki að láta samviskubit jólanna líða rólega hjá frekar en fyrri árin. Er löngu hætt að láta slíkan áróður angra mig en þó vakti athygli mína umræðan um lífrænt hráefni og matargerð. Eftir lesturinn kíkti ég á www.madurlifandi.is til að kíkja á uppskriftir. Á 15 hráefni hverrar uppskriftar hugsaði ég með mér hversu einfalt, ódýrt og fljótlegt það er að opna skyrdollu;-( En það er líka leiðinlegt og einhæft þannig að ég ætla reyna taka mig á, byrja rólega og sjá svo til. Það virðist líka vera miklir öfgar í þessu líkt og öðru og bendi ég á 10 grunnreglurnar máli mínu til stuðnings. Það má varla borða neitt samkvæmt þeirri hugmyndafræði. Og það sem má borða verður helst að vera frá þessum og þessum framleiðanda(vill svo vel til að þær vörur fást einmitt í ákveðinni verslun). Þetta hráfæði, eða hvað það kallast , á að vera voða gott fyrir ofnæmiskerfið en það er líka vitað mál að ef fólk tekur út einhverja fæðu til lengri tíma þá á líkaminn erfitt með taka hana aftur inn. Sem þýðir að ef fólk fer út í slíkar öfgar þá verður það veikt ef það fær sér loks"venjulegan mat"
Hvað á fólk þá að borða á ferðalögum erlendis?
Á endanum sýnist mér gamla hófsemin best, borða fjölbreytt og hreyfa sig.

14 Comments:

  • At 8:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nákvæmlega, allar öfgar eru af hinu slæma. Regluleg, fjölbreytt og hófsöm fæðuinntaka úr öllum fæðuflokkum og regluleg hreyfing er lykillinn :) Ég byrja eftir helgi ;Þ

     
  • At 3:06 PM, Blogger Oddrun said…

    This comment has been removed by a blog administrator.

     
  • At 1:16 AM, Blogger Naglinn said…

    Ekki spurning að fjölbreytt fæði og regluleg hreyfing er lykillinn að góðri heilsu. Fólk verður líka að hætta að fara í "ÁTAK" heldur gera hreyfingu og hollar matarvenjur að lífsmynstri.
    Í sambandi við beitingu á vélunum þá er alltof algengt að sjá fólk á þrekstiganum eða skíðavélunum hanga fram á handriðin og taka ekki nema 50% á því. Passaðu að vera alltaf bein í baki og stíga í gegnum hælana en ekki tábergið. Það er líka ágætt að sleppa handriðunum af og til, miklu erfiðara og rosa gott fyrir jafnvægisvöðvana.
    I could go on all day.... læt þetta nægja í bili.

     
  • At 2:07 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gleðilegt ár Svana mín ;) Já það á víst að vera til hinn gullni meðal vegur ;)
    kveðja Dóra Lind frænka

     
  • At 2:56 AM, Blogger Oddrun said…

    Svana mín, ég er að berjast við að taka af mér 5 til 6 kíló og ekkert gengur. Hvað er holt og óholt? Er þetta ekki bara spurning um magnið sem maður er að borða? Mér finnst ég ekki borða mikið en ég dett í nammi og ef ég gæti hætt því, þá gengi þetta fínt. Auglýsi hér með eftir ráðum!!!

     
  • At 3:28 AM, Blogger Skottan said…

    Gleðilegt ár Dóra mín. Rúna þú þyrftir að taka Naglann(Ragnhildi)til fyrirmyndar en hún er sú harðasta í bransanum;-) Held að nammidagur sé málið og að borða reglulega. Það er rétt þetta með átakið. Fólk virðist hugsa miklu meira um mat þegar það er í megrun en ella og þá sérstaklega þann mat sem er á bannlistanum. Ég svala minni sykurlöngun með perum, rúsínum, eplum, og appelsínum:-), en ég er engin fyrirmynd í mataræði ha ha.
    Ragnhildur, takk fyrir tipsin, ég nota þau næst. Og Ingunn hvað segirðu um hitting í næstu viku??

     
  • At 4:20 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já ég er sko til í hitting :) Hvar og hvenær?

     
  • At 5:21 AM, Blogger Skottan said…

    Ertu byrjuð í skólanum Ingunn?? Ég er alveg laus á miðvikud og þar á eftir. Ef þú ert í skólanum þá liggur beinast við að þú komir til mín;-) En Þar sem ég á ekki litið kríli þá mátt þú að ákveða tíma og stað. Ég er líka meira en til í að kíkja í sveitina til þín, ha ha. Kaffihús, heimaseta, eða hádegisverður, þitt er valið.

     
  • At 5:51 AM, Blogger Oddrun said…

    Takk fyrir ráðleggingarnar mun reyna að fara eftir þeim. Eins var frábært að fá Tips frá Naglanum um hvernig á að bera sig til á þrekstiganum og stigvélunum, sá sjálfa mig í anda hangandi á handföngunum þegar ég er orðin þreytt.

     
  • At 9:53 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hvað segirðu um að ég renni við hjá þér þegar ég er búin í skólanum á föstudaginn? Er búin 12:40.

     
  • At 10:22 AM, Anonymous Anonymous said…

    Allar öfgar eru slæmar.Skil ekki allar þessar áhyggjur út af 5 kg, meira eða minna. ef fólki líður vel þá helst þyngdin sæmilega rétt. Mæli þó með að halda sér í góðu formi.
    Kv anony.

     
  • At 11:38 AM, Blogger Skottan said…

    Ingunn! hlakka til að sjá þig næsta föstudag.
    Ég er reyndar alveg sammála þér anony. Mestu máli skiptir að fólki líði vel.
    Ég á ekki vikt og líður ágætlega en vil gjarnan komast í betra form.
    Rúna! Hentu viktinni;-)

     
  • At 2:22 PM, Blogger Oddrun said…

    Svana ertu brjáluð, henda vigtinni? Yfir hverju á ég þá að ergja mig? Sko Annony, 5 kg eftir 5 mánaða reykleysi, hvað verða þau mörg eftir árið ef ég held svona áfram, ég SKAL ná þessu af mér !!

     
  • At 8:52 PM, Blogger Unknown said…

Post a Comment

<< Home