skottuskrif

Friday, January 06, 2006

Við erum allar Súpermódel.

Kíkið á viðtalið við Tarantino á hugi.is undir háhraða. Hvernig verða næstu áramót á Íslandi? Ég spái því að Hollywood mæti hingað með öllu tilheyrandi. En eru drykkjuvenjur íslenskra kvenna virkilega svona slæmar samanborið við drykkju kvenna í Bandaríkjunum? Spyr sú sem ekki veit.

11 Comments:

  • At 2:24 PM, Blogger Oddrun said…

    Já, ef þú miðar við bandarískar konur þá eru drykkjuvenjur okkar íslensku kvenna slæmar, en bara nokkuð góðar miðað við dani og breta

     
  • At 2:51 PM, Anonymous Anonymous said…

    Það væri ágætt fyrir ferðamannaiðnaðinn að fá hálfa Hollywood hingað.Því miður líta íslenskar stúlkur æði oft út eins og ódýrar hórur í Bandaríkjunum, þegar þær eru á skemmtistöðum og hegða sér því miður oft þannig líka.
    Kv anony

     
  • At 6:17 AM, Blogger Skottan said…

    Já ágætt fyrir ferðamannaiðnaðinn, en leiðinlegt að fá slíka staðalmynd af íslenskum konum. Vil síður vera álitin hóra, hvorki dýr eða ódýr, þegar ég segist vera frá Íslandi:-( En það verður víst seint sagt að Íslendingar fari vel með áfengi.

     
  • At 7:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Mér finnst samt svolítið fyndið hvað margir taka þessu alvarlega...það var svo greinilegt á því bara hvernig hann sagði frá þessari upplifun sinni að hann væri að ýkja...og það töluvert, og ég held að flestir taki svona sögum nú ekki bókstaflega. Það sást alveg að hann var bara að reyna að vera fyndinn...ekki þar fyrir að það var nú alveg smá sannleikskorn í því sem hann var að segja ;Þ

     
  • At 9:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    Mér finnst þetta hrikalegt... á endanum verður Ísland orðið eins og Ibiza, subbulegir skemmtistaðir og túristar sem vilja bara djamma og djúsa!!! En það er augljóst að íslendingar kunna ekki að fara með áfengi, hvorki karlmenn né konur!!!

    En ég lít á viðtalið alvarlegum augum. Við sem þekkjum Ísland og íslendinga vitum að þetta er stórlega ýkt hjá honum Q.T. en því miður vita fæstir Bandaríkjamenn hvar Ísland er, hvað þá hvernig menningin er hér. Bandaríkjamenn eru auðtrúa og því gefur þetta mjög skekkta mynd af landi og þjóð!!!
    Ein súr sem vill heldur ekki vera álitin dýr eða ódýr hóra...

     
  • At 9:57 AM, Anonymous Anonymous said…

    Alveg sammála síðasta bloggara en sumir segja að neikvæð athyggli sé betri en engin.
    Kv anony.

     
  • At 6:55 AM, Blogger Skottan said…

    Já Ingunn, öllu gríni fylgir einhver alvara. Og Auby, þú þekkir nú Kanann ansi vel og því miður held ég að þetta sé rétt hjá þér:-(
    Ég veit ekki með neikvæðu athyglina, það eru kannski helst börn sem vilja slíka frekar en enga(og kannski stóru börnin sem eiga flugfélögin).
    En Ísland virðist á ágætri leið með að ná sér í titilinn Ibiza norðursins.

     
  • At 7:05 AM, Anonymous Anonymous said…

    Góð samlíking,Þú hefur góðan húmor þess vegna er gaman að lesa bloggið þitt.
    Kv anony.

     
  • At 6:47 AM, Blogger Oddrun said…

    Því miður er margir badaríkjamenn mjög fáfróðir, en ekki man ég betur en fyrir nokkrum árum gerði íslenskt stórfyrirtæki (Flugleiðir) út á lauslæti íslenskra kvenna, auglýsti lauslátar flugfreyjur og aðrar freyjur í ferðaauglýsingu sinni þar ytra. Náði bara fínum árangri held ég, allavegana þyrptust bandarískir karlmenn hingað í von um að hitta lausgyrtar íslenskar konur. Nagli, ég tók þín ráð og passaði að stíga vel í gegn um hælinn á stigvélinni og ég ætla ekki að lýsa árangrinum, ég var með svo hryllilegar harsperrun að ég hélt fyrst að ég væri veik:)

     
  • At 9:32 AM, Anonymous Anonymous said…

    En er það ekki einmitt málið að Bandaríkjamenn vita ekki hvar Ísland er né hvernig menningin er og er líka alveg bara slétt sama. Ég held að svona skopsögu fara inn um annað og út um hitt, fyndið í dag, gleymt á morgun. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem taka svona sögum bókstaflega og jafnvel einn og einn sem kemur spes ferð til Íslands til að komast í feitt... en ég er nokkuð viss um að það sé yfirgnæfandi minnuhluti fólks sem kippir sér eitthvað upp við þetta...jafnvel þó það séu Bandaríkjamenn ;)

     
  • At 12:58 AM, Blogger Naglinn said…

    Ég heyrði nú ekki þetta viðtal því miður, en það er nú samt satt að við Íslendingar höfum aldrei kunnað fara með áfengi. Þó Bretarnir drekki mikið þá sér maður ekki oft dauðadrukknið lið á átjánda bjór, þvoglumælt og varla standandi í lappirnar.
    Hvað er meira sorglegt en uppstríluð og stífmeikuð skvísa skakklappandi á hælum, með maskara niður á kinnar og lykkjufall ofurölvi að staulast heim til sín kl 8 um morguninn.
    Þessi sjón er því miður alltof algeng á Íslandi eftir skemmtanir helgarinnar.
    Oddrún! Gott hjá þér að breyta stöðunni á stigavélinni. Þetta er allt spurning um gæði fram yfir magn þegar kemur að því að æfa og því engin spurning að gera hlutina á réttan hátt í stað þess að sóa tímanum með 50% árangri.

     

Post a Comment

<< Home