skottuskrif

Wednesday, January 11, 2006

Stór orð

Maraþon umfjöllun kastljósins um fréttaflutning DV vekur upp ýmsar spurningar. Á slíkur "frétta"flutningur einhvern tímann rétt á sér? Hvernig hefði, ef einhver, orðræðan orðið í samfélaginu ef maðurinn hefði ekki framið sjálfsmorð? Hvers vegna framdi maðurinn sjálfsmorð? Sekur? Saklaus?
Hvernig brugðust nú aftur "fínni" fjölmiðlar við fréttaflutningi DV um hinn svokallaða svefnnauðgara? Ég man ekki betur en Kastljósið hafi talað við eitt af fórnarlömbum hans, upplýst almenning um nauðgunarlyfið, ogsfr. Var búið að dæma hann? Ég man það ekki.
Ég er ekki að leggja blessun mína yfir slíkan flutning, langt í frá. En eitt er víst DV DRAP EKKI MANNINN, hann féll fyrir eigin hendi. Í hita augnabliksins verða heldri menn samfélagsins líka að athuga orð sín.

17 Comments:

  • At 3:15 PM, Blogger Oddrun said…

    Já það er alveg rétt,DV drap ekki manninn, en fréttabirtingin hjá þeim varð til þess að veikur einstaklingur tók líf sitt og þetta er ekki fréttamennska sem mig langar að sjá í framtíðinni.

     
  • At 4:05 PM, Blogger Skottan said…

    Já, punkturinn var aðallega að fleiri mættu vanda orð sín. Annað, af hverju segir þú að viðkomandi hafi verið veikur?

     
  • At 5:58 PM, Anonymous Anonymous said…

    Einstaklingar sem fremja slík ódæði eru sjúkir eða mikið brenglaðir á sál sinni.Ég er ekki að bera í bætifláka fyrir einn eða neinn en tel þá sem græða á slíkum einstaklingum engu betri.Ekki má kaupa sér kynlíf hérlendis þá ertu sekur samkvæmt lögum og talin(n) nýta þér eymd annarra,hvernig á að skilgreina fréttamensku DV?
    Þó að DV hafi velt mörgu þörfu upp þá verða þeir líka að gæta sín fólki misbýður.En athugasemd þín er góð,hvort þetta hefði valdið slíku fjaðrafoki ef viðkomandi væri enn lífs?
    Kv anony.

     
  • At 12:42 AM, Blogger Skottan said…

    Já, okkur finnst að slíkt athæfi hljóti að vera sjúklegt, enda ógeðslegt með öllu. Ég hjó nú einungis eftir þessu orðalagi"Veikur" vegna setur minnar í kúrs í skólanum sem bar heitið Sjúkdómsvæðing og samfélag. Það er nú svo að sjúkleiki eða veikindi hafa ekki alltaf verið talin bera ábyrgð á gjörðum manna sem, með einum eða öðrum hætti, ganga gegn gildum samfélagsins. Siðblinda, glæpamaður, eða sjúkur einstaklingur?
    Um leið og talað er um sjúkleika er ábyrgðin að hluta flutt frá einstaklingnum, hann er nú einu sinni veikur. Hrottafenginn glæpamaður versus veikur einstaklingur, hvar liggur samúðin? Og hvar liggur ábyrgðin?
    En það sem ég átti við er að ekki er vitað hvort maðurinn hafi í raun framið verknaðinn og þar af leiðandi vitum við ekkert hvort hann var veikur eða ei.
    Ég vil ítreka að engin eftirsjá yrði af minni hálfu ef DV yrði tekið af blaðamarkaði. Það hefur aldrei tíðkast nein fréttamennska hjá DV bara rógburður.

     
  • At 1:17 AM, Blogger Naglinn said…

    Heyr heyr. Sammála síðasta ræðumanni. Þó ég viti ekki hvað þið eruð að tala um í sambandi við DV þar sem ég er ekki á landinu og algjörlega misst af þessum fréttaflutningi.
    En það er alltof mikið um sjúkdómsvæðingu í vestrænum samfélögum nú til dags og með því að setja stimpilinn "Veikur" á fólk er verið að firra það eigin ábyrgð á sínum gerðum. Með stærð greiningakerfis geðsjúkdóma er orðið of auðvelt að fella fólk undir hatt geðraskana og þar með þarf fólk ekki lengur að taka ábyrgð á hegðun sinni því það getur alltaf skýlt sér bakvið að "sjúkdómurinn" lét það hegða sér svona. En viðmiðin fyrir geðraskanir eru bara orðin alltof víð og nánast hver sem er getur uppfyllt þau, bæði er orðalagið óljóst, og þau lýsa oft nokkuð eðlilegri hegðun. Svo eru rusl flokkar sem hægt er að nota ef viðkomandi uppfyllir ekki viðmiðin fyrir aðalflokkinn. Eins er alltaf verið að koma með nýjar og nýjar raskanir, það eru um 400 geðraskanir í nýjasta manualnum. Erum við þá ekki öll orðin geðveik fyrst 400 mismunandi afbrigði af abnormal hegðun eru til??
    Sorry langlokuna, en ég skrifaði B.A ritgerð um sjúkdómsvæðingu svo þetta er mér hjartans mál.

     
  • At 4:30 AM, Anonymous Anonymous said…

    Það er rétt stundum finnst manni að ýmis ódæði séu framin í skjóli sjúkleika,og hálft í hvoru að vissu marki afsökuð þess vegna.Þeim einstaklingum sem þúrfa að greina þar á milli eru því ekki öfundsverðir.En í öllum svona málum verða engir ósárir.

     
  • At 7:23 AM, Blogger Oddrun said…

    Ég reikna með því að það flokkist undir veikindi þegar einhver sér enga aðra leið út úr erfiðleikum sínum en að taka líf sitt. Hvað segir sálfræðin úm það? Ég ætla engum að gera svona nokkuð ef lífsviljinn er fyrir hendi. Sammála Anony, það fara engir ósárir frá svona málum

     
  • At 10:54 AM, Blogger Skottan said…

    Já Ragnhildur, þú hefðir haft gagn og gaman af kúrsinum. Hann hefði verið góður undirbúningur fyrir ritgerðina. Það eru alltof margir sem halda að greiningarkerfi geðlækna sé einhver biblía, hinn heilagi sannleikur.
    Ég skil þig ekki alveg Rúna. Ertu að tala um að viðkomandi hafi verið veikur vegna þess að hann tók líf sitt eða vegna meintra verka? Fólk getur alveg framið sjálfsvíg án þess að vera veikt. Fjárhagsvandræði, söknður ogfl. En auðvitað er þetta erfitt mál.

     
  • At 1:13 PM, Blogger Oddrun said…

    Eru það ekki veikindi, á sálinni að vera veiklyndur? Haldinn sjálfsvorkun og vanta allt baráttuþrek? Ég tel svo vera. Oft miklu erfiðara að eiga við það en eitthvað líkamlegt. Maðurinn var veiklyndur en það afsakar ekki sóðaskrif DV sem hefur framið morg mannorðsmorðin.

     
  • At 2:13 PM, Anonymous Anonymous said…

    Nú er komið fram að DV birti þessa frétt þvert á móti vilja brotaþolenda en skýla gerðum sínum sem stuðningi við þá.Hversu rotnir eru þeir í ritstjórn þessa blaðs.
    Þessar upplýsingar fóru með allt mitt álit á blaðinu sem ekki var mikið fyrir.
    Kv anony.

     
  • At 2:14 AM, Blogger Skottan said…

    Ég er sammála þér anony. Þetta er til háborinnar skammar fyrir þessa menn og lýsandi dæmi um siðleysi.Að hlusta á Jónas tala eins og honum hafi verið umhugað um hag brotaþola, en svo kemur á daginn að umfjöllun blaðsins gekk þvert gegn þeirra vilja. DV getur með engu móti grafið sig upp úr slíkum sandi. Þó DV menn hafi ekki beint drepið manninn þá drápu þeir málið, blaðið og mannorð sitt. Það liggur fyrir að blaðið er best geymt í gröfinni.
    Rúna! Veiklyndi myndi eflaust teljast sálarmein á þeim tíma og stað þar sem harka væri höfð í hávegi.
    En á endanum er þetta spurning um hvernig menn skilgreina veikindi. Og sú skilgreining er huglæg túlkun manna og er því breytileg eftir tíma og stað.
    Samkynhneigð var á sínum tíma talin til geðraskana og skilgreind sem slík, en var tekin úr greiningarkerfinu svo til með einu pennastriki. Slíkur er nú allur galdurinn.
    Það er ekki þar með sagt að ekki beri að hjálpa fólki í neyð!

     
  • At 3:41 AM, Blogger Naglinn said…

    Það er alltof auðvelt að skilgreina hegðun sem ekki fellur undir samfélagsleg norm sem geðröskun. Til dæmis var í fyrsta greiningakerfinu röskun sem lýsti löngun þræla til að strjúka. Þannig að þeir sem það reyndu mátti loka inni á hæli. Svo það er rétt sem Svana segir að skilgreining á hvað er veikindi og hvað er eðlileg hegðun er háð tíð og tíma og endurspeglar þau félagslegu viðmið um hvað telst eðlileg hegðun, sbr. samkynhneigð sem telst eðlileg í dag en var geðröskun þar til árið 1973.
    Að það sé bara hægt að strika út heilan flokk geðraskana si svona hlýtur að velta upp spurningum um réttmæti geðraskana og hversu alvarlega við eigum að taka því þegar einstaklingur er stimplaður veikur á sálinni. Er hegðun hans ekki bara viðbrögð við aðstæðum (söknuður, slæmt uppeldi o.s.frv)?

     
  • At 5:12 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þetta er ekki alveg rétt í sambandi við samkynhneigð.Það voru líka tímar þar sem sjálfsagt þótti að heldri menn ættu sér ástsveina og jafnvel fleiri en einn.En að öðru leiti tel eg rétt að DV hefur ef ekki grafið sér gröf þá ansi djúpan skurð.
    Kv anony.

     
  • At 6:55 AM, Blogger Oddrun said…

    Ég hallast að því að þetta sér rétt hjá þér og Ragnhildi Svana mín, hvað séu veikindi eða ekki, það var líka þegar ég var að alast upp kallað´"óþekkt",´sem í dag er "greint" sem misþroski og athyglisbrestur. Svona hefur nú samfélagið okkar breyst mikið á ekki svo löngum tíma.

     
  • At 9:13 AM, Blogger Skottan said…

    Já einmitt, var ekki talað um að Platón hefði verið ástsveinn Sókratesar? Svona breytast hugmyndir og viðmið manna um hvað beri að telja "eðlilegt",rétt eða heilbrigt. Og þau viðmið setja svo auðvitað mörkin fyrir andstæðuna, það óeðlilega, ranga eða óheilbrigða.
    Já Ragnhildur ég man eftir þessu með þrælana, svo ekki sé minnst á geðveikisstimplun pólítískra andstæðinga í Sovétríkjunum. Þeir sem ekki voru sammála ráðandi öflum voru stimplaðir geðveikir.

     
  • At 9:19 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þjóðfélagið hefur breist og hugsun og þarfir fólks einnig. Hvort það til góðs eða ills er spurning? sjálfsagt hefur sumt batnað annað ekki við erum allavega ekki stöðnuð
    Kv anony.

     
  • At 10:37 AM, Blogger TaranTullan said…

    Hæ hæ Skottan mín.
    Ég reyndar fór ekki í gegn um öll þessi löngu comment hjá þér, en ég ætlaði bara að segja að ég er þér 100% sammála, þ.e. í pistlinum.
    Ég er hætt að nenna að spá í þessum pésa, fólk á bara að hætta að lesa það punktur, hætta að tala um það líka og þá deyr þetta. ´
    Það er enginn vegur að vera að ásaka blað um að drepa mann og hlaupa svona upp til handa og fóta, eins og íslendingar eru að gera nú.
    Persónulega finnst mér fólkið sem berst hvað harðast gegn þessu, og segir DV hafa drepið mann, vera að feta í svipuð fótspor og DV, með þessum ásökunum og aðdróttunum.
    Æi þetta er leiðindamál..
    Bið að heilsa

     

Post a Comment

<< Home