skottuskrif

Tuesday, January 10, 2006

Bölvun og Bor á rauðu

Ég bakkaði á bíl núna áðan. Var að koma af æfingu, hæstánægð með dugnaðinn(mætinguna:) og tilbúin að takast á við daginn. Arrrrgggg. Veit upp á mig skömmina en ætla ekki að fara út í þá sálma. Maðurinn var algjört gæðablóð og virtist kenna í brjóst um klaufann sem augljóslega kann ekki að keyra. Tjónaskýrsla, afsökun, afsökun, og aftur afsökun, blessaður og svo bölvað. Á ljósum á leiðinni heim, niðursokkin í vangaveltum um ömurlega asksturshæfileika mína, er mér litið inn í næsta bíl. Þar var strákur um tvítugt svo önnum kafinn við að bora í nefið á sér og borða nammið að ég hef aldrei séð annað eins. Hló mig máttlausa og gleymdi í andartak áðurnefndu óhappi. Svona smá ábending til þeirra sem hafa slíka slíka iðju að vana. Borið og borðið á ferð. Það er aldrei að vita nema ég sé í næsta bíl;-) Og ábending fyrir sjálfa mig, fylgstu betur með umferð og akstri og minna með ökumönnum.

6 Comments:

  • At 2:53 PM, Anonymous Anonymous said…

    Leiðinlegt að heyra,en svona getur alltaf gerst.Vona að þú hafir ekki meitt þig eða hinn ökumanninn?
    Það ku vera betra að vera með hugann við það sem maður er að gera hvort sem það er að bakka bíl eða bora í nefið ha ha ha.
    Kv anony.

     
  • At 3:07 PM, Blogger Oddrun said…

    Svana Björk, þekkir þú einhverjar sem borða í nefið? Ég þekki að minnsta kosti tvær systur en ég held þær geri það nú ekki á keyrslu. Elsku krúttið mitt þú er sannkölluð slysaskjóða, fyrst dattstu niður stigan og svo þetta. Ein ráðlegging, ekki horfa of mikið á sætu strákana í ræktinni, þú gætir dottið út af hlaupabrettinu :)

     
  • At 9:01 PM, Blogger Skottan said…

    Engin líkamleg meiðsli, sem betur fer, bara smá sár á sálinni:-(Og já það er vonandi að ökumaðurinn sýni akstri sínum jafn mikinn áhuga og borinu.Þá tæki ég hann til fyrirmyndar í því fyrrnefnda;-)
    Rúna mín, eitthvað rámar mig í systurnar;-)En það er sjaldgæft að gæjarnir í ræktinni séu það eftirtektarverðir að maður missi fótana. Hinsvegar gæti forvitnin komið mér um koll:-)

     
  • At 1:39 AM, Anonymous Anonymous said…

    Jæja Skotta litla gott að heyta að þú slasaðir hvorki sjálfa þig né neinn annan.Bílar eru dauðir hlutir en að vísu nauðsinlegir hérlendis.Gangi þér vel í umferðinni í framtíðinni.
    Kv anony.

     
  • At 4:30 AM, Blogger Naglinn said…

    Já þú ert Forvitna fló Svana mín, ég man þegar ég sá þig á skíðavélinni í World Class að líta í kringum þig til að sjá hverjir væru í ræktinni og hausinn fór næstum heilan hring. Vertu ekki að svekkja þig á árekstrinum elskan mín. Það kemur fyrir besta fólk að bakka á mann og annan, flestir lenda í því að klessa á einhvern tíma á akstursferlinum og sumir oftar en einu sinni (eða tvisvar...hóst hóst, roðn).

     
  • At 4:44 AM, Anonymous Anonymous said…

Post a Comment

<< Home