skottuskrif

Saturday, January 14, 2006

Vondu kallarnir

Mér finnst,
Mogginn MUN betra blað en Fréttablaðið.
Kastljósið betri þáttur en Ísland í dag
En mikið fer í taugarnar á mér hvernig þessir miðlar reyna snúa DV málinu upp í einhverskonar andúð gegn Baugi, Dagsbrún og ótilnefndum aðilum. Persónulega náði ég ekki alveg hvert spyrjandi Kastljósins var að fara í viðtalinu við Gunnar Smára í gær. Liggur ábyrgðin hjá hluthöfum og æðstu mönnum Dagsbrúnar??? Mér skilst að samkvæmt blaðamannareglum beri ritstjórn ábyrgðina. Hvað varð um kröfuna um frelsi fjölmiðla undan afskiptum eigenda sinna?
Ég var sammála Gunnari Smára. Umræðan um eignarhald fjölmiðla hefur snúist við. Skoðanir manna skipta sér oft eftir því hverjir eiga hlut að máli. "En það er nú ekki til umræðu hér" voru viðbrögð spyrjanda við óþægilegri ábendingu. Umræðan er sú að þú og þínir menn eru vondir kallar!(reyndar komu þessi orð ekki fram með beinum hætti en slíkur var tónninn). Mér finnst óþarfi að teygja anga DV málsins yfir á aðra miðla í eigu Dagsbrúnar eða manna tengdum þeim.
Tel þó ólílklegt að einhver kínamúr liggi á milli ritstjórnar og eigenda eða auglýsinga og fréttadeildar, en held það eigi við um alla miðla, því miður.
Að lokum þá fannst mér þetta innskot með leikaranum ömurlega ófyndið.

4 Comments:

  • At 4:20 AM, Blogger TaranTullan said…

    Já ég sá nú reyndar ekki þennan þátt, hef bara ekki taugar í þetta lengur.
    Annars finnst mér Fréttablaðið mjög gott blað, ég veit ekki hvort mér finnst Mogginn betri. Mér finnst Fréttablaðið svona léttara og meðfærilegra, Mogginn vill oft verða svolítið þungur í vöfum og hreinlega doðrantur á köflum. Og þetta segi ég sem gamall bitur blaðberi.
    Kær kveðja

     
  • At 4:25 AM, Anonymous Anonymous said…

    Eg er sammála þér Skotta litla,tel ritstjórn blaðsins ábyrga.Staðreyndin er bara sú að hver reynir að skara eld að sinni köku.
    Kv anony.

     
  • At 6:33 AM, Blogger Oddrun said…

    Ég sá nú ekki viðtalið við manninn, en ég geri nú samt ráð fyrir að eigendur haf eitthvað haft með uppsagnir ritstjórnarinnar. En þetta er alveg rétt Svana, Fréttablaðið er gott blað og ef ekki væri til Baugur þá væru engar Bónusbúðir fyrir þá sem þess þurfa.

     
  • At 10:26 AM, Blogger Skottan said…

    Ég sagði aldrei að Fréttablaðið væri ekki gott blað! Mér finnst Mogginn bara betri:-) En jú stundum eru greinarnar ívið langar.

     

Post a Comment

<< Home