skottuskrif

Sunday, January 15, 2006

Its a sign

Einhver er að ritstýra skrifum mínum á þessari síðu! Hvar er pistillinn sem ég skrifaði hér í gær?? Eitthvað klikk í gangi, EÐA vísbending um að ég eigi að hætta eyða svona miklum tíma á netinu. Þar fyrir utan er sennilega best að röflið í mér svífi bara um í tómarúmi.
Anyways sælunni lýkur á morgun með upphafi nýrrar annar í skólanum. Kvíði fyrir að koma mér í lesgírinn. Ég mynda mér nefnilega einhverskonar skólabókaþol. Í upphafi fyllist ég óhóflegri þreitu og þarf helst að leggja mig eftir hverja blaðsíðu. En svo fara blaðsíðurnar að flettast hraðar með dögunum, vikunum og mánuðunum.
Þessi þolmyndun mín á vanalegast ekki við um annarskonar bækur en jólalesningin í ár var þó af skornum skammti. Held að ástæðan sé sú að ég gaf Arnaldi enn eitt tækifærið. Ólíkt flestum ef ekki öllum Íslendingum þá kann ég ekki að meta skrif hans. Finnst ég allt eins geta horft á Law and order special victim units. Reyndar eru það mínir uppáháldsþættir en mér finnst bækurnar hans Arnaldar ódýr útgáfa af samskonar sögum. Ég vil að bækur hleypi ímyndunaraflinu af stað og skilji eitthvað eftir sig. Bækurnar hans Arnaldar ná ekki að hreyfa við mér á slíkan máta. Kannski vegna þess að ég ímynda mér sögupersónur hans sem leikarana í fyrrnefndri þáttaröð. Veit ekki. Las líka Valkyrjur en finnst Þráinn betri í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins, vonbrigði.
Jæja er farin að gera eitthvað af viti.

193 Comments:

Post a Comment

<< Home