skottuskrif

Sunday, June 19, 2005

Konur eru líka menn!!!

Til hamingju með daginn allir.
Ég ætla ekki að vera með langan pistil um jafnrétti kynjanna. Bendi samt á 54 árgang kvenréttindablaðsins 19. júni sem fylgdi mogganum í dag. Blaðið er vel skrifað og pistlarnir ná yfir helstu skörunga og málefni íslenskrar jafnréttisbaráttu fyrr og síðar. Ritstjórinn dreypir á að ekki hafi alltaf verið skilningur á baráttu kvenna og að þær hafi oftar en ekki þurft að gera hlé á fundarhöldum í hádeginu til að gefa mönnum sínum að borða. Aftar í blaðinu fjallar ungur karlmaður um stöðu sína sem feminsti og segist oft fá ofurjákvæð viðbrögð hjá konum, líkt og karl í jólaboði sem fer með diskinn sinn í uppþvottavélina, voða duglegur!!! Hvet alla til að lesa blaðið sem tekur líka á ógnvekjandi málefnum eins og mannsali og kynbundnu ofbeldi(Forever Lila er átakanleg mynd um slíkan viðbjóð)
Þó ég sjái stundum gömlu tímana í hyllingum, síldarævintýri og ástand, dansandi konur í takt við fágaða Kana, rómantíkin allsráðandi og lífsgæðakapphlaup í lágmarki, þá hefði ég verið ömurleg húsmóðir af gamla skólanum. kattþrifin Ajax unnandi en klaufsk í eldhúsinu. Held ég verði vanhæf móðir enda hefur mér tekist að drepa kaktus. Hvernig hefði ég verið ein með stóran krakkaskara, kannski 6 börn. Já takk fyrir breytta tíma!!
Skammast mín pínu fyrir að hafa ekki skundað á Þingvelli, heiðraði í staðin bleika litinn í náttfatavali og kláraði Fólkið í Kjallaranum. Bókin er alveg í anda dagsins, feikna vel skrifuð en langdregin á köflum.
Að mínu mati þarf nútímakonan að trúa meira á sjálfa sig sem og á aðrar konur. Á meðan við vantreystum kynsystrum okkar getum við tæpast búist við meira trausti frá körlum.
Jæja ætla að sökkva mér í Angels and Demons, sofna kl 10 og vakna meðan aðrir sofa.