skottuskrif

Sunday, June 26, 2005

Ærumeiðing

Nú er Bubbi að kæra 365 miðla fyrir umfjöllun Hér og Nú um meint framhjáhald Brynju og "fall" hans. Bubbi gagnrýnir misvísandi fyrirsagnir áðurnefnds blaðs og DV og segir þær til þess gerðar að sverta mannorð hans. Auðvitað kemur þetta mannorði hans ekkert við, blaðasalan er það eina sem skiptir þessa menn máli. Bubbi er svona Beckham íslenskra sorprita en er í þeirri óheppilegu stöðu að starfa hjá sömu fjölmiðlasamsteypu og á þessi blöð. Kannski hafa báðir aðilar haldið að þeir fengju sérmeðferð í ljósi stöðunnar, blaðamenn gengið lengra og Bubbi haldið að hann slyppi auðveldlega.
Persónulega gæti mér ekki verið meira sama um einkalíf Bubba en velti fyrir mér siðferðislegri hlið þessa máls. Voru þessar greinar eitthvað frábrugðnar þeim stíl sem blöðin hafa tileinkað sér hingað til???
Anyways þá er ég eitthvað dommaraleg þessa dagana. Komst að því að skólinn byrjar í lok ágúst en ekki miðjan Sept sem þýðir bæ bæ utanlandsferð og 0 dagar sumarfrí.
Eina jákvæða í mínu lífi þessa stundina er Bob Dylan þökk sé Einari Erni bloggara sem gefur lesendum reglulega smjörþefinn af hlustun sinni. Djöfull á Dylan mikið af góðum lögum. Það besta síðan ég byrjaði að hlusta á Zeppelin.
Jæja síðasta 6 vaktin í fyrramálið og yfir á 7 vakt sem mér er sagt að sér skömminni skárri.