skottuskrif

Tuesday, June 21, 2005

Ógleði

Hér með er ég hætt að borða kvöldmatinn yfir fréttatímanum. Í kvöld fór maturinn hálfa leið upp þegar sýndar voru myndir af uppgröfnu líki. Talið er að líkið, sem var af unglingsstúlku, sé frá árinu 700 fyrir Krist, ekki mjög lystaukandi sýn. Verð samt alltaf að vera lesa, tala eða horfa sjónvarpið þegar ég borða, leiðinlegur ávani. Ég er í rosa grænmetis og ávaxtaátaki. Tókst til dæmis í gær að borða kíví, appelsínu, epli og Salat allt á einum degi, húrra húrra húrra. Vona bara að ég vakni ekki með Kálhaus á morgun, harí harí harí.