6 vaktir
Er búin að vera á 6 vöktum þessa vikuna og tek þær líka í næstu viku. Ég hélt að þetta væri þvílíkur lúxus að mæta kl 6 og vera búin á hádegi. En sá hængur er á að ég vakna kl 5 og eftir vinnu er ég dauðþreitt. Er nefnilega búin að venja mig á að vaka fram yfir miðnætti við lestur eða sjónvarpsgláp. Þegar heim er komið get ég ómögulega staðist freistinguna að fá mér smá blund. En þessi smá blundur verður alltaf djúpur 2 tíma svefn og þegar ég loks vakna ætla ég aldrei að koma mér fram úr. Reyndar var nótó að borða utandyra í bongóbliðu á Thorvaldsen í hádeginu í gær með Eddu, Sigrúnu og Auby, þannig að þessar vaktir eru ekki alslæmar.
Annars fór ég í afmæli til Elínar og Rebekku síðustu helgi og það var mikil gleði. Kíktum síðan á Oliver en komum frekar seint þannig að ég missti af fólki sem ég hefði gjarnan viljað hitta. Það var pínu skondið að skima yfir mannflóruna þar sem staðurinn er að mótast og engar ákveðnar týpur ráðandi. En mikið askoti var ég þunn á sunnudaginn ojjjj. Skil ekki hvernig fólk fer að því að skemmta sér allar helgar og jafnvel báða dagana. Náði samt að slefast á leiguna, tók Closer og Bend it like Beckham sem voru báðar góðar en sú síðari kom skemmtilega á óvart.
Er núna að horfa á Grímuna en hef greinilega annan húmor en íslenskir leikarar. Held ég leggi mig þangað til DH byrjar.
Svo er það bara 6 á þjóðhátíðarmorgun:-(
Annars fór ég í afmæli til Elínar og Rebekku síðustu helgi og það var mikil gleði. Kíktum síðan á Oliver en komum frekar seint þannig að ég missti af fólki sem ég hefði gjarnan viljað hitta. Það var pínu skondið að skima yfir mannflóruna þar sem staðurinn er að mótast og engar ákveðnar týpur ráðandi. En mikið askoti var ég þunn á sunnudaginn ojjjj. Skil ekki hvernig fólk fer að því að skemmta sér allar helgar og jafnvel báða dagana. Náði samt að slefast á leiguna, tók Closer og Bend it like Beckham sem voru báðar góðar en sú síðari kom skemmtilega á óvart.
Er núna að horfa á Grímuna en hef greinilega annan húmor en íslenskir leikarar. Held ég leggi mig þangað til DH byrjar.
Svo er það bara 6 á þjóðhátíðarmorgun:-(
0 Comments:
Post a Comment
<< Home