skottuskrif

Wednesday, June 08, 2005

Kvöl

Ég hef oft kveikt á poppTV við tiltektir. Lögin sem eru spiluð eru auðvitað misjöfn en áðan ofbauð mér svo að ég slökkti á sjónvarpinu. Hélt svei mér þá að verið væri að kvelja kött en þá var einhver Ameria að skrækja þetta líka hræðileg lag. Skrækjan var voða sæt og flott en það er ljóst að útlit getur ekki gert kraftaverk. Aðrar álíka hörmungar eru nýja lagið hennar JLO, hjálpi mér. Ég er alveg hlynnt jafnrétti en væri sátt við minnkað hlutfall kvenkyns"söngvara" ef þetta er framboðið í dag. Þar sem Evróvision er á enda finnst mér líka í lagi slökkva á Selmu.

4 Comments:

Post a Comment

<< Home