skottuskrif

Saturday, August 27, 2005

Svar óskast.

Getur einhver sagt mér hvers vegna 14 ára stelpur eru fengnar til að auglýsa fatnað fyrir fullorðnar konur? Úr því að grásprengdu karlarnir í Dressmann auglýsingunum teljast nógu góðir til að selja herrafatnað, hvaða rök eru þá fyrir að láta holdlaus stúlkubörn klæðast kvenfatnaði? Ég man ekki eftir einni sjónvarpsauglýsingu þar sem konur yfir fertugt auglýsa föt. Í ljósi vesturlenskrar velmegunar og ofneyslu nútímans eru flestar konur í eða yfir kjörþyngd. Eiga auglýsingar ekki að höfða til sem flestra í tilteknum markhópi? Ég bara skil þetta ekki.

3 Comments:

  • At 3:08 PM, Blogger Oddrun said…

    Halló krúttið mitt. Við verðum nú fæstar eins og Twiggy og þess vegna er ég alvarlega að hugsa um að bjóða mig fram í fataauglýsingar. Heldurðu að ég eigi sjens? Já og svo get ég sagt þér að ég er aftur farin að blogga pínulítið. Skoðaðu www.oddrunasta.blogspot.com

     
  • At 1:53 PM, Blogger TaranTullan said…

    Æi maður veit svosum ekki.
    Þetta er svolítið skondið, ég var nefnilega að horfa á King of queens, um daginn, og gellan í þættinum er í raunveruleikanum nýbúin að eiga barn og er svolítið búttuð vegna þess. Og ég ætti nú að vera þokkalega ánægð með smá bútt í amerísku sjónvarpi, en samt sem áður gat ég ekki hætt að pæla í þessu . Merkilegt alveg.... Maður er svo auðmótaður!!

     
  • At 9:44 PM, Blogger Unknown said…

Post a Comment

<< Home