skottuskrif

Friday, August 19, 2005

Maxgallamenning.

Á laugardaginn verður hin árlega menningarnótt haldin í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir 10 árum þótti Skottunni voða hip að taka þátt í þessari gleði. Vinkonurnar snæddu saman á vel völdum veitingastað og röltu Laugaveginn sem iðaði af litríku mannlífi. Næstu árin einkenndi áfengisneysla fremur en menningarrýni þessa árlegu nótt hjá Skottunni. Nóttin snerist ekki lengur um ljóðalestur og gjörninga heldur partýstand hjá vinahópnum. Sjálf er Skottan enginn menningarviti en hefur gaman af fólki sem sker sig úr fjöldanum og gerir óvenjulega hluti. Í síðasta skiptið sem Skottan fór í bæinn á þessari nótt fékk hún menningarsjokk. Hátíðin hafði breyst í 17 júní með flugeldasýningu. Ef Skottunni langaði að hitta heilu fjölskyldurnar í Max, Kraft eða snjógöllum og hlusta á Jónsa í Svörtum fötum þá færi hún í Galtalæk. Kannski hefur óvenjulega fólkið týnst í fjöldanum, kannski er það hætt að skera sig úr. Þá eru allir orðnir ofur venjulegir. Kannski er aldurinn bara að færast yfir Skottuna sem ætlar að sleppa herlegheitunum um helgina og fara í sveitina.

4 Comments:

  • At 11:40 AM, Blogger Skottan said…

    Stórt knús á móti Elín mín. Þú misstir ekki af neinu nema slagsmálum og ölvun, ekta íslenskri menningu.
    Njóttu þín í ferðinni sem er einstakt tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Þú átt svo sannarlega skilið að sóla þig eftir annir sumarsins.

     
  • At 11:42 AM, Blogger Skottan said…

    Stórt knús á móti Elín mín. Þú misstir ekki af neinu nema slagsmálum og ölvun, ekta íslenskri menningu.
    Njóttu þín í ferðinni sem er einstakt tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Þú átt svo sannarlega skilið að sóla þig eftir annir sumarsins.

     
  • At 3:08 AM, Blogger TaranTullan said…

    Nennir einhver að segja mér hvað er um að vera hér???????

     
  • At 3:38 AM, Blogger Skottan said…

    Ég veit ekki og þori ekki að gá. Ætli þetta sé einhver vírus??

     

Post a Comment

<< Home