skottuskrif

Friday, June 03, 2005

Sumargjöfin HENNAR!!!

Ligg upp í rúmi að deyja úr hálsbólgu og kvefi. Ég vissi að þetta myndi gerast. Fór voða sumarleg í vinnuna í gær í pilsi og léttri gollu enda sól og blíða. Í kaffitímanum sprangað ég svo yfir í HM og leiðinni til baka byrjaði að rigna. Það var eins og himnarnir hefðu beðið með að sturta niður þangað til ég fór út. Jamm sumu fólki fylgir bara regnský og ég er ein af þeim. Fer að vinna kl 1. í dag, ætlaði auðvitað að fara í ræktina í morgun og svo í sund eða á bæjarrölt en þá kom kvefið. Það er nú ósköp þægilegt að geta lesið blöðin, borðað morgunmat og drukkið kaffi með stóískri ró. Morgunblaðið er eina blaðið sem ég les eitthvað að ráði hinum fletti ég. En ég viðurkenni með roða að ég Les Birtu sem er örugglega þykkasti auglýsingapésinn, shame on me. Eins og flestum konum er kunnugt um kemur Birta út á föstudögum. Í dag er föstudagur, vei fyrir alla þá sem ekki eru að vinna um helgina. Allavega í Birtu er heilsíðu auglýsing undir yfirskriftinni "Sumargjöfin hennar". Nei! það er ekki verið að auglýsa skartgripi, fótasnyrtingu, snyrtivörur, töskur, skó eða matreiðslunámskeið fyrir menn. Það er verið að auglýsa undirföt. Ok ef þetta væru nú þægileg, smekkleg og nothæf nærföt en þetta eru samfellur og búningar. Hjúkkubúningur, skylmingarbúningur, slökkviliðs og löggubúningar að ógleymdu Fantasy latex dressi. Ég vil nú ekki hljóma eins og einhver tepra og sumt þarna er ok, en það sem mér finnst hlægilegast er yfirskriftin sumargjöfin hennar. Þetta er ekki sumargjöfin hennar heldur hans!!!!. Ég myndi móðgast ef kærastinn gæfi mér svona dress í sumargjöf. Það væri miklu frekar ég sem gæfi honum sjálfa mig í svona dressi, ekki rétt??? Ég hef oft skammað ákveðna aðila fyrir að gefa konunum nærföt af einhverju sérstöku tilefni því þeir eru í raun að gefa sjálfum sér aðal gjöfina. Þessir sömu aðilar gefa núna fljóðunum slíkar dásemdir í einskonar auka gjafir meðfram einhverju öðru sem er gagnlegra fyrir þær sjálfar, og allir eru glaðir. Kannski er ég eitthvað skrítin og kannski eru samfellur og búningar efst á óskalistum kvenna fyrir sumarið, veit ekki. Að lokum þá stendur í auglýsingunni að ef verslað er fyrir 6000 krónur eða meira fylgir kanínubúningur með í kaupbæti!!! Æi þetta er eitthvað svo ódýrt allt saman.