skottuskrif

Monday, May 29, 2006

Safnarar

Var að velta fyrir mér kenningum um veiðieðli karla og söfnun kvenna. Það þekkja allir forsöguna um manninn á veiðum fjarri heimahögum og konuna sem safnaði jurtum og öðrum nytjum í nágrenninu. Sagan er gjarnan notuð til að útskýra mun sem finnst á atferli kynjanna. Konur eru áttavilltari því þær þurftu ekki rata til baka úr veiðiferðum , og þar sem auðveldara var að klöngrast með drasl fyrir horn en að draga það langar leiðir eru þær duglegri að sanka að sér hlutum. Karlar leggja upp með skýrari markmið, drepa bráð, meðan konur vita síður hvers þær leita og þreifa sig áfram. Fært til nútímans þá fara fáir karlmenn(ótilneyddir) í búðir að skoða, þeir fara til kaupa eitthvað ákveðið, skyrtu eða bindi, konur þurfa helst að koma við allar flíkurnar í búðinni. Ég man nú ekki alveg hvernig allar þessar kenningar hljómuðu en það er ljóst að einhver smá snúningur er í minni fjölskyldu. Til að mynda man ég ekki eftir að hafa safnað einhverju síðan ég var 8 ára. Þjóðarbrúður, servíettur og ilmvatnsprufur, punktur. Mamma safnar engu svo ég viti til og ekki systir mín heldur. Hér myndu sumir stoppa mig og segja að ég safnaði skóm, töskum, glingri og fötum. En ég lít ekki svo á að þetta séu safnmunir, ekki hendir fólk eða gefur reglulega af safninu sínu. Málið er að bræður mínir og pabbi eru allir ötulir safnarar. Til dæmis safnaði pabbi einu sinni merktum pennum. Voða flottir Sjóvá,Toyota, Eimskips, og Landsbankapennar fylltu allar skúffur. Í dag safnar hann hljóðfærum(sem er alveg efni í færslu út af fyrir sig). Ég þarf ekki lengur að fara á Videoleigu því báðir bræður mínir safna DVD og sá eldri safnar ævintýrabókum og geisladiskum. Ekki má svo gleyma afa mínum sem safnar sjálfteknum myndum af íslenskum kirkjum, spennandi!
Niðurstaða mín er semsagt sú að það er villandi að segja að konur hafi "Safnað" því væntanlega voru jurtirnar étnar og kurlið brennt, allavega voru þær ekki að safna óþarfa.
Að lokum eruð þið að safna einhverju?

9 Comments:

  • At 1:59 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég safna kokteilhrærum...það safn hefur nú reyndar verið óbreytt í marga marga mánuði þar sem það fer lítið fyrir barferðum hjá manni þessa daganna...enda er kannski ekki mikill metnaður að baki þessu litla safni...mest bara svona ef maður dettur óvart niður á einhverja flotta hræru...maður er nú ekkert að skima eftir þeim neitt sérstaklega...:Þ
    Maður var reyndar ansi duglegur safnari sem krakki...ég man eftir að hafa safnað ilmvatnsprufum, límmiðum, servéttum, körfuboltamyndum, Garbage Pail Kids myndum, plastsnuðum, BodyShop vörum svo eitthvað sé nefnt...:)

     
  • At 3:15 AM, Blogger TaranTullan said…

    Ég er að safna glösum og glasastellið mitt, en þegar ég var lítil safnaði ég kisustyttum og sápum, hversu skrítið sem það nú var???

     
  • At 8:36 AM, Blogger Skottan said…

    Damn Ingunn, ég gleymdi límmiðunum og plastsnuðunum, ha ha. Svo var maður með þúsund hangandi snuð um hálsinn skemmtilegt.
    Einhvern veginn finnst mér ekkert skrítið við að þú hafir safnað kisustyttum Tulla, ertu ekki að safna alvöru köttum í dag, he he.

     
  • At 4:45 PM, Anonymous Anonymous said…

    Eg safna góðum vinum og rækta þá eins og eg get.Það hefur reynst mér happadrýgst til þessa.
    Kv anoný.

     
  • At 6:27 AM, Blogger Skottan said…

    Ég lagði nú upp með að það væri bannað að svara því til að maður safnði einhverju eins og skuldum eða spiki. Vinir eru öðruvísi og anoný, þú færð prik hjá mér fyrir þetta svar.

     
  • At 7:40 AM, Blogger TaranTullan said…

    Hvernig er annars í vinnunni, ertu í Kringlunni eða niðri á Tryggvagötu?

     
  • At 9:46 AM, Blogger Oddrun said…

    Ég safna nú aðallega kílóum þessa mánuðina og er ekkert sérstaklega ánægð með það!!

     
  • At 4:34 AM, Blogger Oddrun said…

    Hvað er með þig skottið mitt, ertu búin að gefast upp á okkur bloggvinum þínum? Er svona mikið að gera í vinnunni og djamminu? Elsku farðu nú að blogga aftur ég sakna svo skrifanna þinna.
    Bloggkveðjur
    Rúna "gamla bloggfrænkan" þín

     
  • At 6:40 PM, Anonymous true teen sex stories said…

    Chapter 4Stephanie and Ziggy stepped into the bakery and staredat all the succulent goodies. Instead, as he eased back to sip his saki, he ordered his new pillow girl to pose for him.
    adult stories beastiality
    sex stories of dog and man
    male pantyhose masturbation stories usa
    bisexual beastiality stories
    girl sex dog stories invited party
    Chapter 4Stephanie and Ziggy stepped into the bakery and staredat all the succulent goodies. Instead, as he eased back to sip his saki, he ordered his new pillow girl to pose for him.

     

Post a Comment

<< Home