Auglýsingapési
Ég er mjög þakklát fyrir að fá Fréttablaðið frítt inn um lúguna hjá mér, en verð að lýsa vonbrigðum með óhóflegar auglýsingar að undanförnu. Það er ekki eins og maður hafi allan tíma í heimi til að fletta blöðunum,(mínútan er dýrmæt á morgnana) og þegar hver heilsíðuauglýsingin á fætur annarri kemur við flettingu er blaðinu einfaldlega hent í tunnuna. Fréttablaðsmenn ættu að taka Birtu til fyrirmyndar hún setur allan auglýsingapakkann aftast. (Kannski ekki besta auglýsingatæknin). Annars var ég að fletta Mogganum áðan og gat ekki annað en hlegið að athugasemd eldri borgara varðandi nýja útlitið á veðurfréttum sjónvarpsins. Viðkomandi finnst of hratt farið yfir og saknar þess að sjá aldrei hitamælingar á Grænlandi!!! Ótrúlegt hvað fólk getur verið vanafast, engu má breyta. Það varð víst líka uppi fótur og fit þegar Mogginn tók Ferdinand út úr teiknimyndasögunum. Held meira segja að til sé íslenskur Ferdinand aðdáendaklúbbur, meðlimir mótmæltu allir.
Svona að lokum þá er Landsbankinnn að bjóða pabba til London á morgun á fótboltaleik. Ætli ég fái að fara með ef ég færi viðskipti mín til þeirra?? Fengi örugglega bara dagatal eða bauk:-(
Svona að lokum þá er Landsbankinnn að bjóða pabba til London á morgun á fótboltaleik. Ætli ég fái að fara með ef ég færi viðskipti mín til þeirra?? Fengi örugglega bara dagatal eða bauk:-(
0 Comments:
Post a Comment
<< Home