skottuskrif

Thursday, October 27, 2005

Krúsing

Ég er aldrei eins dugleg að krúsa á netinu eins og þegar ég á að vera lesa undir próf, merkilegur andskoti. Er til dæmis búin að bóka ferð til Köben eftir prófin, velja hótel og alles, Jibbý. Annars situr þetta blessaða lAUGARDAGspróf eitthvað í mér. Ég er með tengil á heimasíðu kennslubókarinnar þar sem hægt er að æfa sig á krossaprófi úr hverjum kafla. Eini gallinn við þessi próf er að þau kanna bara þekkingu nemenda á námsefninu, en slík er ekki alltaf raunin í krossaprófum HÍ. Ef prófin í Bandaríkjunum eru eitthvað í líkingu við þessi netpróf er engin furða að íslenskir námsmenn standi sig almennt vel þegar þeir fara utan. Það er ekkert verið að flækja hlutina, annað hvort kanntu efnið eða ekki. Hinsvegar býst ég við hinu versta á laugardaginn og við lesturinn reyni ég að sjá fyrir hvernig kennarinn gæti snúið út úr þessu og hinu.
Svona til gamans þá fjallar einn kaflinn um kynlífsraskanir, þó þær séu auðvitað ekkert gamanmál þá finnst mér þetta case study pínu fyndið:
"Philip likes shoes- women's black patent leather shoes, to be exact. He has hundreds of pairs, which he keeps in a special room in his house. Many nights, he goes to that room, undresses partially og totally, and lies amid the shoes as he masturbates. He reaches orgasm quickly and experiences a deep sense of sexual pleasure"

Ég fór bara hugsa um svipinn á Sála þegar viðkomandi lýsti þessu fyrir honum.

4 Comments:

  • At 1:41 AM, Blogger Oddrun said…

    Hann Fhilip gerir ekki miklar kröfur til kynlífs verð ég bara að segja, aumingja maðurinn.

    En hvenær farið þið til Köben og á hvaða hóteli verðið þið? heyrumst

     
  • At 4:28 AM, Blogger Skottan said…

    Það fyndna er að Philip og fleiri með álíka"raskanir" kjósa slík athæfi fram yfir aðrar kynferðislegar atfhafnir með fólki.
    Við förum út 15 des og komum aftur 18. Hótelið heitir Hotel Danmark, fengum ekki herbergi á Grandinu.
    Ertu að spá í að kíkja á julestemminguna?

     
  • At 8:11 AM, Blogger Oddrun said…

    Oh ég væri sko alveg til í það en ég býst ekki við því fyrst ég er að fara til Sverris og Siggu þann 9. nóv. Ég elska Köben hún er æðisleg ég veit að þú fílar hana í botn.

    Þú verður að leyfa mér að fylgjast með vini okkar Fhilip áfram, ég finn svooooooooooo til með honum !!!

     
  • At 10:48 PM, Anonymous Anonymous said…

Post a Comment

<< Home