skottuskrif

Thursday, October 20, 2005

Ups and downs in the family

Jamm það er óhætt að segja að ástandið í fjölskyldunni hafi ekki verið upp á marga fiska þessa vikuna. Gamanið byrjaði í síðustu viku þegar Íris sys kom með familíuna sína í fararbroddi sem lagðist öll í ælupest og hita(skemmtilegir gestir). Ég prísaði mig sæla fyrir að sleppa við ósköpin, enda tek ég samviskusamlega vítamín og Omega 3 , duleg delpa. Eftir 2 daga var allt heimilisfólkið komið með þessa ógeðslegu pest, hitinn hjá mér fór upp í 39,5 gott fólk og ég lýg því ekki að ég hélt að hausinn á mér myndi springa. Í sólarhring fór ekkert inn í likama minn nema stöku stílar, ok too much information, ég veit, vil bara að þið takið þátt í þjáningu minni. Allt sem fór niður fór annað hvort upp aftur eða barði á bakdyrnar OJJJJ. Smitberarnir hafa haldið heim á leið en Íris systir hringir reglulega til að spyrja hvort þeim sé fyrirgefið, hmmm????? Við skulum bara segja að jólagjafirnar okkar þurfi að vera veglegar þetta árið;-)