skottuskrif

Thursday, September 29, 2005

AAAHHHHAAAHHHAA

AAAHHHHAAAHH HA HH HAAAA.HÍ HÍ .. .... Hef ekki séð það hallærislegra, jú ég er að horfa á leitina að íslenska piparsveininum.
Það þarf enginn að segja mér að 500 umsóknir hafi borist í þennan þátt. Kynnirinn er hræðilegur, situr eins og jólasveinn við arineld, spyr væminna spurninga og uppsker væmnari svör. Innskot frá sjónvarpsstjóra- "Í þættinum verða ekta tilfinningar, þetta er raunveruleikinn". Röddin sem kynnir stúlkurnar(ég er ekki viss hvort það er röddin hans sveinka) hljómar eins og hún sé að lesa jólasveinasögur fyrir leiksskólabörn.
... Röddin;Hún er mikil mömmustelpa, gædd andlegu jafnaðargeði, Gunnfríður er stundum kölluð Gunnsa af vinum sínum og kann að þaga yfir leydarmálum. Katla er mjög opin og fyrir vikið finnst mörgum hún mjög skrítin... Erla er opin, klár og metnaðarfull með fágaða framkomu.....................
Til að toppa allt þá sýnir einn piparsveinkinn uppáháldsbangsann sinn.
Og samt horfi ég.

4 Comments:

  • At 1:35 AM, Blogger TaranTullan said…

    Nákvæmlega....og svo horfir maður á.
    Þetta er agalegt alveg, væri ekki hægt að sleppa þessari væmni??

     
  • At 2:44 AM, Blogger Oddrun said…

    Ha ha ha oh ho ho hí hí, ég sá þennan hallærislega þátt og hugsaði bara: "Aumingja stúlkurnar, hvernig ætla þær að útskíra það fyrir börnunum sínum eftir tuttugu ár að þær létu hafa sig í að taka þátt í þessum horror !!!" Sú eina sem var með réttu ráði var sú sem afþakkaði rósina. En ég býst við að ég horfi næst bara til að vita hvort þæt séu virkilega svona vitlausar.......... eða þannig

     
  • At 2:15 PM, Blogger Skottan said…

    Já og svo er allt gert nákvæmlega eins og í bandarísku útgáfunni, meira segja myndskotin og klippingin,, æi þetta hræðilegt.

     
  • At 1:15 PM, Blogger menna said…

Post a Comment

<< Home