skottuskrif

Tuesday, January 16, 2007

Mig langar svo mig langar svo

Mig langar á snjóbretti...... á Ítalíu
Mig langar að læra golf....... á Flórída
Mig langar að dansa............ á Kúbu
Mig langar að hugleiða....... Í Kína
Mig langar í leikhús............ Í London
Mig langar á brimbretti..... Í Ástralíu
Mig langar að djamma....... Í New York
Mig langar á listasöfn......... Í París

Mig langar að spóla yfir Janúar og Febrúar, eitthvað svo sorglegt við þessa mánuði. Kannski ég kaupi lottómiða til að lífga upp á tilveruna og hugsanlega hafa efni á ofantöldu.
Jæja best að hætta þessum dagdraumum og gera eitthvað af viti.

Svona að lokum, hver skýrir húsið sitt Sogablettur???

6 Comments:

  • At 9:16 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hef gert sumt af þessu.Það sem eg hef ekki gert hljómar vel.Jan og feb geta verið frábærir,allir mánuðir hafa eitthvað til síns ágætis,maður þarf aðeins að skapa sér það ágæta sjálfur.hugleiðingar þínar eru samt mjög áhugaverðar og skemmtilegar.

    Kveðja Bettý.

     
  • At 1:17 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hva? Ekkert að janúar og febrúar (jájá, ég játa að ég er búinn að vera sloyj)
    Mig langar til að læra að slappa af :)

    kv
    Dóri

     
  • At 3:30 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þú hefur svo margt til þíns máls Svana, þessir mánuðir geta orðið ansi boring eftir jólin... ég hef nú samt reynt að setja mér þá reglu að njóta þessara mánaða með því að gera litla hluti í dekur eins og að kaupa gott kaffi hjá fagfólki, fara í kvöldsund og anda að mér köldu vetrarloftinu, búa til góðan mat og svoleiðis smáatriði(kannski ekki jafn spennandi og listinn þinn en þetta getur nú fleytt manni langt í skammdeginu) ;-)

    þessir mánuðir verða svo oft að einhvers konar millibilsástandi þar sem maður er að skríða undan jólum og bíða eftir vori.... Persónulega held ég að ég yrði mun glaðari ef ég væri sólbrún... og 2 kílóum léttari... og ætti ný föt.. humm?

     
  • At 8:16 AM, Blogger lil said…

    Hæææjj sæta mín! Gaman að sjá þig farna að blogga aftur! :D Vona að ég sjái þér bráðum bregða fyrir, er ekki allt annars gott að frétta?

     
  • At 11:49 AM, Blogger Skottan said…

    Dóri mínn, málið hjá þér er að minnka koffínið:-)
    Rétt þetta Elín! Líst samt betur á útiveru og góðan mat en brúnku og fatakaup. frekar skammvinn(og dýr)ánægja, been there;-)
    Heyrðu Lilja, kíkti á bloggið þitt um daginn og þekkti þig varla á myndunum;-)
    Ætla að heimsækja þig þangað núna.....

     
  • At 10:48 PM, Anonymous Anonymous said…

Post a Comment

<< Home